Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 13:30 Bukayo Saka gaf Arsenal góða von um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar hann krækti í vítaspyrnu á Spáni fyrir viku. Getty/David S. Bustamante Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur. Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira
Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur að Salah verði áfram þar sem aðrir kostir séu ekki margir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Eddie Howe biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar Forest aftur á sigurbraut en United tapað tveimur í röð Jón Daði aftur utan hóps og ólíklegt talið að hann verði áfram hjá Wrexham Sjá meira