Við kynnum til leiks tuttugustu og níundu útgáfuna af kvissinu. Sem fyrr eru í því tíu laufléttar spurningar.
Í fyrra voru það sjóböð á Húsavík og Stuðlagil í veðurblíðunni fyrir austan. Hver verður áfangastaður sumarsins? Hlakkarðu til eða kvíðirðu fyrir yfirvofandi ferðamannaflóðbylgju? Stefnirðu á útlandaferð í kjölfar rénunar faraldursins eða kýstu að halda kolefnisfótsporinu í lágmarki?
Spreyttu þig hér fyrir neðan og ef vel gengur hlýtur þú montrétt að launum.