Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2021 10:59 Öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið var aukin verulega eftir árásina blóðugu í janúar. AP/Carolyn Kaster Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Leiðtogar Repúblikanaflokksins í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni höfðu lagst gegn rannsóknarnefndinni og héldu því fram að yrði flokkspólitísk jafnvel þó að frumvarpið geri ráð fyrir að flokkarnir fengju jafnmarga fulltrúa. Demókratar hafa krafist þess að nefndin verði stofnuð um mánaðaskeið en þeir telja hana nauðsynlega til þess að gera upp atburðina 6. janúar þegar æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, réðst á þinghúsið þegar þingmenn voru að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Þegar til kastanna kom í gær greiddu 35 repúblikanar atkvæði með frumvarpinu þrátt fyrir að Trump hefði varað flokkssystkini sín við því að ganga í „gildru“ demókrata. Sumir þeirra kváðu fast að orði þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæði sínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta snýst um staðreyndirnar, þetta er ekki flokkspólitík,“ sagði John Katko, oddviti repúblikana í heimavarnanefnd fulltrúadeildarinnar sem samdi um frumvarpið við demókrata. Bandaríska þjóðin og lögreglan við þinghúsið verðskuldaði svör og aðgerðir til að tryggja að atburðir á borð við þessa gætu ekki endurtekið sig. Árásin á þinghúsið í janúar var sú versta í meira en tvö hundruð ár í Bandaríkjunum. Fjórir uppreisnarmannana létu lífið, þar á meðal kona sem lögreglumenn skutu til bana þegar hún reyndi að brjótast inn í sal fulltrúadeildarinnar. Lögreglumaður lést daginn eftir átökin við uppreisnarmennina og tveir aðrir sviptu sig lífi í kjölfarið. Demókratar voru æfir yfir því að meirihluti Repúblikanaflokksins stæði gegn rannsókn á árás þar sem æstur múgur réðst á lögreglumenn með ofbeldi og að þeir reyndu að halda því fram að eini tilgangur rannsóknarnefndar væri að koma höggi á Trump. „Það var fólk sem fór upp á þinghæðina, barði lögreglumenn með blýröri í höfuðið og við getum ekki náð þverpólitískri samstöðu? Hvað fleira þarf að gerast í þessu landi?“ öskraði Tim Ryan, fulltrúadeildarþingmaður demókrata frá Ohio, úr pontu. Sagði hann afstöðu repúblikana löðrung í andlit lögreglumanna um allt landið. Ólíklegt er að öldungadeild þingsins samþykki frumvarpið en þar þurfa sextíu þingmenn af hundrað að greiða því atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, hefur lýst sig andsnúinn frumvarpinu sem dregur úr líkunum á því að demókratar fái tíu repúblikana til að greiða atkvæði með sér. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings sakaði Trump um að hafa egnt stuðningsmenn sína til þess að ráðast á þinghúsið og kærði hann fyrir embættisbrot í janúar. Nokkrir repúblikanar greiddu atkvæði með kæru. Trump var sýknaður í öldungadeildinni þar sem repúblikanar höfðu meirihluta en nokkrir þingmenn flokksins greiddu þó atkvæði með sakfellingu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira