Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að svo virðist sem að stóðið hafi farið út á eyrina á þurru en svo hafi hækkaði í ánni. Hrossin, sem voru tæplega tuttugu talsins, hafi þá veigrað sér við að fara yfir ána.
Allt fór þó vel að lokum því björgunarsveitarfólk óð yfir ána, kom taumi á nokkur þeirra og teymdi yfir á bakkann. Afgangurinn af stóðinu fylgdi þá á eftir.