Þóra Kristín Hreggviðsdóttir kom gestunum yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-0 FH í vil er liðin gengu til búningsherbergja.
Brittney Lawrence tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik og Katrín Vilhjálmsdóttir gulltryggði 3-0 sigur gestanna á 78. mínútu leiksins.
Lokatölur 3-0 og FH komið upp í 3. sæti með 9 stig. ÍA er á sama tíma í 6. sæti með 6 stig.