Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Póllandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. júní 2021 08:35 Þúsundir tóku þátt í gleðigöngu í Varsjá í gær, þeirri fyrstu frá árinu 2019. Getty/Attila Husejnow Þúsundir gengu í gleðigöngu í Varsjá í gær og var þetta stærsti hinseginviðburður í sögu Póllands. Gangan er talið merki um andstöðu gegn yfirvöldum en hinseginréttindum hefur farið mikið aftur undanfarin ár. Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina. Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Forseti landsins, Andrzej Duda, hefur lýst yfir óhug sínum á hinseginfólki ítrekað og hefur hann meðal annars sagt „hinsegin-hugmyndafræðina“ verri en kommúnisma. Þá hefur hann heitið því að banna hinsegin pörum að gifta sig og ættleiða börn. Þátttakandi í gleðigöngunni heldur uppi skilti sem á stendur „Hinsegin er í lagi.“Getty/Attila Husejnow Samkynja pör í Póllandi mega ekki ættleiða en einhver sveitarfélög í Póllandi hafa heimilað umsækjendum að ættleiða bör sem „einstæð foreldri“. Fyrr á þessu ári lagði dómsmálaráðherra landsins hins vegar fram lagabreytingatillögu sem mun loka fyrir þann möguleika og þar með koma alveg í veg fyrir að hinseginfólk geti ættleitt. Þá hefur fjöldi bæja í Póllandi lýst því yfir að þeir séu „hinseginlaus svæði.“ Þær yfirlýsingar eru aðeins táknrænar og hafa enga lagastoð en má óneitanlega túlka sem aðför gegn hinsegin samfélaginu. Réttindum hinseginfólks hefur farið mjög aftur í Póllandi undanfarin ár.Getty/Attila Husejnow Rafal Trazaskowski, borgarstjóri Varsjár, var viðstaddur göngunni í gær og lýsti hann yfir stuðningi sínum við hinseginsamfélagið. „Ég er hérna enn og aftur til að sýna að við munum standa saman og standa með þeim sem minna mega sín, þeim sem aðrir reyna að útskúfa og ráðast á,“ sagði hann þegar hann ávarpaði mannmergðina.
Pólland Hinsegin Tengdar fréttir Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59 Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Handtekin og kærð fyrir að setja fána á styttur Þrennt hefur verið handtekið og ákært fyrir að hafa hengt regnbogafána, sem táknar samfélag hinsegin fólks, á styttur í Varsjá, höfuðborg Póllands. 6. ágúst 2020 06:59
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Trzaskowski mun vinsælli meðal Pólverja á Íslandi Trzaskowski hlaut tæp 80 prósent gildra atkvæða sem greidd voru hér á landi. 13. júlí 2020 11:37