Rekstraraðilar klúbbsins, sem er fyrst og fremst Birgitta Líf Björnsdóttir World Class-erfingi, hafa tilkynnt á Instagram-síðu staðarins að hurðin loki klukkan 00.30. Staðurinn sjálfur lokar þó síðar um nóttina, en hve seint er enn óljóst.
Einnig hefur komið fram að það kostar inn á klúbbinn eftir klukkan 22 á kvöldin. Ætla má að félagar í klúbbnum verði undanþegnir þessu gjaldi.
b5 lokaði í sumar eftir erjur rekstraraðila við leigusalann, sem er fasteignafélagið Eik. Ráðist hafði verið í miklar umbætur á innréttingu staðarins í von um að hægt yrði að opna strax um haustið. Birgitta Líf tekur því við klúbbnum nýuppgerðum.
Skemmtistaðir á Íslandi eru enn aðeins opnir til eitt á næturnar, en heilbrigðisráðherra hefur boðað að áður en júní rennur sitt skeið á enda verði öllum samkomutakmörkunum innanlands aflétt.