Hjólaði 400 kílómetra með höndunum á sólarhring Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. júní 2021 20:08 Arnar Helgi að hjóla fram hjá Skógafossi undir Eyjafjöllunum í dag. Bjarki Viðar Birgisson Arnar Helgi Lárusson, sem er lamaður fyrir neðan brjóst lauk hjólaferð sinni nú í kvöld á Selfoss eftir að hafa hjólað með höndunum fjögur hundruð kílómetra leið á sólarhring með fram suðurströndinni. Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hópur fólks fylgdi Arnar Helga allan ferðina sem hófst síðdegis í gær. Arnar lenti í mótorhjólaslysi 2002, þá 26 ára gamall, en í því slysi lamaðist hann frá brjósti og niður. Hann lét þó ekki deigan síga þrátt fyrir hreyfihömlunina og snéri sér fljótlega að allskonar íþróttum. Hann er einnig formaður SEM samtakanna, sem eru samtök endurhæfðra mænuskaddaðra. „Ferðin gekk mjög, mjög vel vel, það var fullt af sendibílum og öðrum bílum og allir tillit samir, þannig að ég er bara því líkt glaður. Ferðin var farin til að vekja athygli á hreyfingu hreyfihamlaðra og sýna í raun og veru hvað hreyfihamlaðir geta gert, og í leiðinni að safna fyrir fjórum fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða, þannig að ég geti lánað þau til þeirra, sem þurfa á þeim að halda,“ segir Arnar Helgi. Arnar Helgi, sem náði markmiði sínum að hjóla 400 kílómetra með höndunum á sólarhring.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ferðina? „Það er náttúrulega Endorfínið, sem mokaðist upp í heila á mér, þú getur rétt ímyndað þér hvað ég er ánægður með sjálfan mig, setja mér einhver markmið, hjóla 400 kílómetra og ná því.“ Sóley Bára Garðarsdóttir, eiginkona Arnars Helga er líka að rifna úr stolti af sínum manni enda fékk hann koss frá henni. „Hann er bara óstöðvandi og geggjaður.“ Þeir, sem vilja styrkja SEM samtökin til kaupa á hjólunum hafa hér upplýsingar um kennitölu og reikningsnúmer. Kennitala 510182-0739 – Reikningsnúmer 0323-26-001323. Skýring: Km400 Sóley Bára og Arnar Helgi, sem eru stolt og glöð með hjólaferðina, sem tókst í alla staði frábærlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skaftárhreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Mýrdalshreppur Hornafjörður Hjólreiðar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira