Gáfaðasti fótboltamaðurinn sem Roy Keane hefur séð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 10:32 Cristiano Ronaldo svekkir sig í leikslok. Evrópumeistararnir duttu út í sextán liða úrslitunum. EPA-EFE/HUGO DELGADO Frábæru Evrópumóti Cristiano Ronaldo er lokið en hvorki hann né félagar hans fundu leið í markið á móti Belgum í gær. Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira
Fyrirliðaband Cristiano Ronaldo fékk að finna fyrir því í leikslok eftir að Belgar slógu Portúgal út úr sextán liða úrslitum Evrópukeppninnar og enduðu þar með magnað mót hjá Ronaldo. Ronaldo var gagnrýndur fyrir að sparka fyrirliðbandinu frá sér þegar hann gekk af velli en starfsmaður portúgalska landsliðsins var fljótur að hirða það upp eftir hann. Ronaldo hafði áður rifið bandið af sér og hent því í grasið út á velli. Ronaldo dropped and kicked the Captain s armband away... pic.twitter.com/FKSQr1b8o1— MC (@CrewsMat19) June 27, 2021 Ronaldo var auðvitað mjög svekktur eftir 1-0 tap en hann náði ekki að skora eins og hann hafði gert fimm sinnum í fyrstu þremur leikjunum. Hann gat kannski huggað sig örlítið við það að einn harðasti gagnrýnandi fótboltans fór lofsamlegum orðum um hann eftir leikinn. Sá um ræðir er Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. „Hann er gáfaðasti fótboltamaður sem ég hef séð á minni ævi. Auðvitað man ég ekki eftir sjötta og sjöunda áratugnum en þessi gæi elskar að skora mörk,“ sagði Roy Keane á ITV sjónvarpsstöðinni. The most important part of Ronaldo s set-up is his brain. He s the most intelligent player I ve ever seen to me he s an absolute genius. The brain he s got - he s the cleverest player . The highest of praise for @Cristiano courtesy of Roy Keane #Euro2020 pic.twitter.com/lCK66xjA4K— ITV Football (@itvfootball) June 27, 2021 Roy Keane var fyrirliði Manchester United liðsins þegar hinn átján ára gamli Cristiano Ronaldo var keyptur til félagsins sumarið 2003. „Fótboltagreindin hans er stórkostleg og hvernig hann spilar leiknum. Hann er ekki mikið í því að byggja upp sóknirnar en hann hefur kænskuna og hrokann sem þú þarft frá frábærum leikmönnum,“ sagði Keane. „Heilinn, gáfur mannsins, hann er algjör snillingur. Núna er hann búinn að gera þetta í mörgum löndum og svo er það hvernig hann hefur hugsað um skrokkinn sinn. Ég get ekki hrósað manninum nógu mikið en hann er afburðamaður og ég elska að horfa á hann spila. Heilinn sem hann hefur, hann er klárasti leikmaður sögunnar,“ sagði Roy Keane.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Sjá meira