Önnur hópuppsögnin var í fiskvinnslufyrirtækinu Agustson ehf. í Stykkishólmi þegar 32 starfsmönnum var sagt upp en hinum 30 var sagt upp störfum hjá Nýsköpunarmiðstöð, sem var lögð niður.
Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun kemur ekki fram hjá hvaða fyrirtækjum hópuppsagnirnar urðu, en mbl.is greindi frá því að önnur þeirra hefði verið hjá Agustson fiskvinnslu. Þá liggur fyrir að Nýsköpunarmiðstöð sagði upp öllu starfsfólki sínu þegar hún var lögð niður.
Þeir starfsmenn, sem var sagt upp, vinna flestir út uppsagnarfrest sinn en missa vinnuna í ágúst, september eða október.
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar er atvinnuleysi á Íslandi nú um 5,8 prósent. Það dróst saman um 2,8 prósent á milli apríl og maímánaðar.
Þegar mest lét mældist atvinnuleysi 9,9 prósent í maí 2020, sem var sögulega hátt.
Fréttin hefur verið uppfærð.