Undir stjórn Southgate hefur England nú komist í undanúrslit á HM 2018, Þjóðadeildinni 2019 og nú EM 2020. Allt er þegar þrennt er og treysta Englendingar á að nú sé kominn tími til að vinna undanúrslitaviðureign.
„Við erum ekki með jafn ríka fótboltasögu og við höldum oft á tíðum. Leikmennirnir eru að bæta sig dag frá degi. Við höfum brotið niður hvern múrinn á fætur öðrum á þessu móti og höfum tækifæri til að gera það enn á ný í kvöld. Við höfum aldrei leikið til úrslita á Evrópumóti svo það er mjög spennandi tilhugsun fyrir alla í hópnum,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær.
"If we were a country who had won five titles and had to match it - it might feel differently"
— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 7, 2021
Gareth Southgate believes the pressure is not hugely on #ENG ahead of their semi-final v #DEN pic.twitter.com/KA7XuLiWr2
„Danmörk hefur unnið EM og eru því með betri árangur en við í keppninni. Ég held að fólk hér í landi gleymi því stundum. Við vitum að við erum að spila við mjög gott lið. Þetta verður mjög jafn og spennandi leikur fyrir alla,“ bætti hann við.
England ekki enn fengið á sig mark á mótinu
„Það eykur trúnna. Þú þarft að vinna stóra leiki og gera það reglulega, það verður að vera markmiðið.
„Sem stendur eru allir klárir í leikinn en við þurfum að skoða einn eða tvo leikmenn fyrir leik og taka stöðuna á þeim. Við höfum alltaf verið sveigjanlegir í okkar taktík og nálgun á leikinn,“ sagði þjálfari Englands að endingu.
England mætir Danmörku á Wembley á Lundúnum þar sem 60 þúsund manns verða að mestu á bandi heimamanna. Hefst leikurinn klukkan 19.00 og er hann í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 40 mínútum fyrir leik eða 18.20.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.