Landsliðsmaður Englands tekur innanríkisráðherrann til bæna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. júlí 2021 08:02 Tyrone Mings sendi Priti Patel tóninn á Twitter. vísir/getty Enski landsliðsmaðurinn Tyrone Mings segir holan hljóm í gagnrýni Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, á kynþáttaníð sem samherjar hans, Jadon Sancho, Marcus Rashford og Bukayo Saka, urðu fyrir eftir úrslitaleik EM. Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi. EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Þremenningarnir nýttu ekki sínar spyrnur í vítakeppninni gegn Ítalíu og fengu í kjölfarið yfir sig holskeflu rasískra athugasemda á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa fordæmt kynþáttaníðið sem ensku landsliðsmennirnir urðu fyrir, þar á meðal Patel. Mings fannst ekki mikið til orða Patels koma og sagði þau ekki í samræmi við fyrri ummæli hennar. Í síðasta mánuði kallaði hún það þegar leikmenn krjúpa á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttafordómum sýndarstjórnmál og sagðist ekki styðja það. Jafnframt vildi hún ekki gagnrýna þá sem púuðu á leikmenn sem krupu fyrir leiki. „Þú getur ekki skarað eldinn fyrir mótið með því að stimpla skilaboð okkar gegn kynþáttafordómum sem sýndarstjórnmál og þykjast svo bjóða við því þegar það sem við berjumst gegn kemur upp,“ skrifaði Mings á Twitter. You don t get to stoke the fire at the beginning of the tournament by labelling our anti-racism message as Gesture Politics & then pretend to be disgusted when the very thing we re campaigning against, happens. https://t.co/fdTKHsxTB2— Tyrone Mings (@OfficialTM_3) July 12, 2021 Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, fordæmdi einnig hatursorðræðuna eftir úrslitaleikinn. Gary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands og núverandi álitsgjafi, sagði hins vegar að Johnson hefði varla efni á því. Johnson væri sjálfur ábyrgur að hluta vegna ummæla sinna um að það væri í lagi í púa á leikmenn sem mótmæltu rasisma. Flokkssystir þeirra Pratis og Johnsons í Íhaldsflokknum, Natalie Elphicke, baðst í gær afsökunar á því að hafa sagt að Rashford ætti að eyða meiri tíma í að æfa vítaspyrnur en að blanda sér í pólitík. Rashford baðst afsökunar á að hafa klúðrað vítinu en hann myndi hins vegar aldrei biðjast afsökunar á því hver hann væri og hvaðan hann kæmi.
EM 2020 í fótbolta Kynþáttafordómar Bretland Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Fleiri fréttir Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Sjá meira