Vonast til að vera klár fyrir næsta leik eftir „hné í læri af dýrari gerðinni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 15:01 Sindri Kristinn átti frábæran leik í gær. Vísir/Hulda Margrét Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, átti svo sannarlega viðburðaríkan leik er lið hans tapaði 0-1 fyrir KR á Meistaravöllum í Pepsi Max deild karla. Sindri Kristinn fékk þungt högg á þriðju mínútu, kláraði leikinn og varði vítaspyrnu. Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Strax á þriðju mínútu í viðureign KR og Keflavíkur lendir Sindri Kristinn í hörku árekstri við samherja sinn Ástbjörn Þórðarson. Sindri Kristinn stakk við fæti það sem eftir lifði leiks en kláraði þó leikinn og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Hann varði í þrígang vel frá Óskari Erni Haukssyni í fyrri hálfleik og kórónaði svo leik sinn með því að verja vítaspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar í síðari hálfleik. „Þetta er svona hné í læri af dýrari gerðinni. Morgundagurinn verður ekkert sérstakur hjá honum,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, að leik loknum. Sjá má allt það helsta úr leiknum sem og umræðuna í Stúkunni eftir leik í spilaranum hér að neðan. „Ég er að drepast en þetta er bara góð meðferð og svo verð ég vonandi 100 prósent á mánudaginn,“ sagði Sindri Kristinn í stuttu spjalli við Vísi fyrr í dag. Keflavík mætir Víkingum á mánudaginn kemur. Klippa: Sindri Kristinn allt í öllu „KR-ingar geta kannski þakkað fyrir að hann var ekki heill heilsu því þá hefði hann líklega varið þennan líka miðað við hvernig leik Sindri átti hérna í dag. Ég vona bara innilega að hann verði klár fyrir næsta leik og það kæmi mér nú ekki mikið á óvart.“ „Ég þjálfaði nú Sindra einu sinni og hann er alger adrenalín sjúklingur. Ef eitthvað svona gerist eða það verða einhver læti þá verður Sindri bara betri. Þetta var klárlega svoleiðis augnablik hjá kallinum,“ sagði Máni Pétursson, annar af sérfræðingum Stúkunnar. Sindri var spurður út í ummæli Mána. „Máni var að þjálfa mig 2014 og 2015. Þó að ég sé öskrandi brjálaður öllum stundum þá elska ég smá action. Finnst nú samt betra að spila heill heldur en ekki. Það er samt bara gaman að þessu en ég er töluvert rólegri í dag en ég var á þeim tíma. Maður er samt að spila fótbolta og sækist í smá action við og við,“ sagði markvörðurinn öflugi og hló. KR vann eins og áður sagði 1-0 sigur þökk sé glæsilegu marki Arnþórs Inga Kristinssonar. Heimamenn hefðu getað gengið frá leiknum ef ekki hefði verið fyrir frábæran leik Sindra í markinu þó svo að hann hafi nánast verið á annarri löppinni frá þriðju mínútu leiksins. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Keflavík ÍF Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12 Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49 „Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Öflugur sigur KR í heimkomu Elmars Theódór Elmar Bjarnason spilaði í Vesturbænum í fyrsta skipti í háa herrans tíð er KR vann 1-0 sigur á heitum Keflvíkingum. 12. júlí 2021 21:12
Arnþór Ingi: Þetta kom beint af æfingasvæðinu Arnþór Ingi Kristinsson miðjumaður KR var ánægður með 1-0 sigur KR á Keflavík fyrr í kvöld. 12. júlí 2021 21:49
„Það sem við köllum gott svindl“ Þorkell Máni Pétursson segir að Einar Ingi Jóhannsson hafi fallið í gildru Kennies Chopart þegar hann dæmdi vítaspyrnu í leik KR og Keflavíkur í Pepsi Max-deild karla í gær. 13. júlí 2021 11:03