Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 08:31 Helena Sverrisdóttir er gengin til liðs við Hauka á nýjan leik og spilar það eflaust stóran þátt í ákvörðun félagsins að taka þátt í Evrópukeppni. Vísir Kvennalið Hauka í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í Evrópukeppni næsta haust. Mun liðið taka þátt í Evrópubikar félagsliða, FIBA EuroCup. Er þetta í fyrsta sinn í 15 ár sem íslenskt kvennalið tekur þátt í Evrópukeppni. Haukar voru einnig síðasta liðið til að taka þátt. Frá þessu er greint á vef Alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA. Alls eru 35 lið örugg með sæti í riðlakeppninni en hin taka þátt í tvískiptri undankeppni. Leikið verður heima og að heiman í undankeppninni og liðið sem hefur betur fer í riðlakeppni Evrópubikarsins. Haukar eru í neðri styrkleikaflokknum í sinni undankeppni og er því ljóst að liðið mun mæta sterkari mótherjum – á pappír allavega – í undankeppninni. Dregið verður 19. ágúst næstkomandi og þá kemur í ljós hvaða liði Haukar munu mæta. Mögulegir mótherjar eru Flammes Carolo, Tarbes Gespe Bigorre [bæði frá Frakklandi], Ensino Lugo, CB Islas Canarias [Spáni], VOO Liege [Belgíu], Clube Uniao Sportiva [Belgíu] og Grengewald Hueschtert [Lúxemborg]. Haukar tóku síðast þátt í Evrópukeppni tímabilin 2005 til 2006 og 2006 til 2007. Þá lék liðið sex leiki á hvoru tímabili. Leikið var gegn sterkum andstæðingum og töpuðust leikirnir því allir. Þá var ung Helena Sverrisdóttir besti leikmaður Haukaliðsins en hún gekk aftur í raðir félagsins nýverið frá Íslandsmeisturum Vals og talaði um metnaðinn í Hafnafirði sem eina af ástæðum skiptanna. Hún er nú orðin 33 ára gömul og fær nú annað tækifæri til að vinna Evrópuleik með uppeldisfélagi sínu. Körfubolti Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA. Alls eru 35 lið örugg með sæti í riðlakeppninni en hin taka þátt í tvískiptri undankeppni. Leikið verður heima og að heiman í undankeppninni og liðið sem hefur betur fer í riðlakeppni Evrópubikarsins. Haukar eru í neðri styrkleikaflokknum í sinni undankeppni og er því ljóst að liðið mun mæta sterkari mótherjum – á pappír allavega – í undankeppninni. Dregið verður 19. ágúst næstkomandi og þá kemur í ljós hvaða liði Haukar munu mæta. Mögulegir mótherjar eru Flammes Carolo, Tarbes Gespe Bigorre [bæði frá Frakklandi], Ensino Lugo, CB Islas Canarias [Spáni], VOO Liege [Belgíu], Clube Uniao Sportiva [Belgíu] og Grengewald Hueschtert [Lúxemborg]. Haukar tóku síðast þátt í Evrópukeppni tímabilin 2005 til 2006 og 2006 til 2007. Þá lék liðið sex leiki á hvoru tímabili. Leikið var gegn sterkum andstæðingum og töpuðust leikirnir því allir. Þá var ung Helena Sverrisdóttir besti leikmaður Haukaliðsins en hún gekk aftur í raðir félagsins nýverið frá Íslandsmeisturum Vals og talaði um metnaðinn í Hafnafirði sem eina af ástæðum skiptanna. Hún er nú orðin 33 ára gömul og fær nú annað tækifæri til að vinna Evrópuleik með uppeldisfélagi sínu.
Körfubolti Haukar Íslenski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Sjá meira