Var 17 ára á Þjóðhátíð þegar hann var kallaður á sjóinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:33 Farið hefur verið um víðan völl í fyrstu seríu af þáttunum Á rúntinum. Samsett Þættirnir Á rúntinum hafa verið sýndir hér á Vísi í sumar. Nú er fyrstu seríu lokið og því vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp nokkur góð augnablik, ásamt því að deila áður óséðu efni. Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær. Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Þættirnir hófu göngu sína í byrjun maí. Það eru þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem hafa umsjón með þáttunum, þar sem þjóðþekktir einstaklingar hafa verið teknir á rúntinn og spjallað um daginn og veginn. Gestir fyrstu seríu voru tónlistarmaðurinn Elli Grill, tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Jón Már Ásbjörnsson, söngvari hljómsveitarinnar Une Misére og útvarpsmaður á X-977, söngkonan Sigga Beinteins, Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca eða pabbi rappsins, tónlistarkonan Greta Salóme, Steinar Fjeldsted, betur þekktur sem Steini úr Quarashi og síðast en ekki síst Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og lagahöfundur. Gestir deildu skemmtilegum sögum, bæði úr tónlistarbransanum og einkalífinu, með áhorfendum. Hér að neðan má horfa á þáttinn í heild sinni. Í þessum lokaþætti segir tónlistarmaðurinn Elli Grill meðal annars frá því þegar hann fór á sjó. „Það var alltaf sagt við mig að ef ég vildi komast á sjó þá þyrfti ég að vera tilbúinn að fara út á sjó með kannski dags fyrirvara, bara hoppa. Svo var sagt við mig bara þegar ég var nýkominn á þjóðhátíð, ég var líklega 17 ára, þá var sagt við mig „Við erum að fara eftir klukkutíma, vitu koma?“ og ég sagði bara „já, já“ sem í raun og veru þýðir nei. En þetta var geðveikt, þetta var yndislegt.“ Jón Már segir frá því þegar hann var að vinna sem sölumaður hjá Vodafone árið 2018 og bauðst vinna í útvarpi fyrir tilviljun. „Svo var það bara einn daginn sem ég var bara uppi í matsal og Frosti [Logason] kemur aftan að mér og bara „Sæll Jón. Heyrðu langar þig ekki að vera í útvarpi?“ og ég bara „Uuu jú, jú, auðvitað!“ og einhvern veginn bara gerðist það. Það fór strax í gang ferli bara í að þjálfa mig. Það tók rosa stuttan tíma af því mér finnst svo gaman að fá athygli.“ Við fáum að sjá hattasafn Siggu Kling og heyra þegar Elli Grill keypti heimabrugg í lítravís á hjólhýsasvæði í Tennesse. Steinunn deilir áhugaverðri uppskrift sem inniheldur hnetusmjör, chilly sósu og agúrku. Þá velta þau Bjarni og Greta Salomé vöngum yfir því hvort Alexander Rybak hafi í raun samið lagið Farytale um Jóhönnu Guðrúnu. Umsjónarmenn þáttarins færa bæði gestum og áhorfendum innilegar þakkir og tilkynna jafnframt að önnur sería af þáttunum Á rúntinum er í bígerð. Hér að neðan má hlusta á lag þáttarins sem heitir því skemmtilega nafni Hilmir Snær.
Á rúntinum Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira