Hvítrússneski spretthlauparinn komin í pólska sendiráðið og ætlar að sækja um hæli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 07:35 Tsimanouskaya leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar á Haneda flugvelli í Tókýó á laugardagskvöld. Hún er nú í öruggu skjóli að sögn Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Getty Hvítrússneskur spretthlaupari, sem hefur verið tekin úr keppnisliði landsins og sakar stjórnvöld um að ætla að flytja sig nauðuga heim, gekk inn í pólska sendiráðið í Tókýó í morgun og mun sækja um pólitískt hæli í landinu. Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó. Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Krystsina Tsimanouskaya varði nóttinni á flugvallarhóteli eftir að hún leitaði verndar hjá japönsku lögreglunni á Haneda flugvelli á laugardagskvöld. Þetta staðfesti Mark Adams, talsmaður Alþjóðaólympíunefndar á blaðamannafundi. Hann segir að þegar hafi verið haft samband við fjölda alþjóðastofnana vegna máls Tsimanouskayu, þar á meðal Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofa Reuters greinir frá. Bæði Pólland og Tékkland hafa boðið Tsimanouskayu hæli en óljóst er hvert hún mun halda. Adams segir þó að hún sé örugg. Alþjóðaólympíunefndin sé í stöðugu sambandi við hana og nú sé það undir Tsimanouskayu komið hvert hún vilji halda. Marcin Przydacz, utanríkisráðherra Póllands, tísti í morgun að henni sé velkomið að halda íþróttaframa sínum áfram í Póllandi óski hún þess. Tsimanouskaya gekk inn í pólska sendiráðið klukkan 5 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 8 í morgun að íslenskum tíma. Tvær konur tóku á móti henni og hélt önnur á rauðum og hvítum fána sem er merki stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. Fær vernd á meðan framhaldið skýrist Að sögn Hvít-Rússa, sem er búsettur í Japan og hefur verið í sambandi við Tsimanouskayu, hefur hún verið í samskiptum við japönsk yfirvöld og ætlaði að sækja um hæli í Japan. Hér má sjá lögmann á vegum Samtaka lögmanna fyrir flóttamenn í Japan ganga inn á lögreglustöðina á Haneda til að ræða við Tsimanouskayu.Getty/Sergei Bobylev Ritari japönsku ríkisstjórnarinnar, Kasunobu Kato, sagði í dag að japönsk yfirvöld séu í samskiptum við skipuleggjendur Ólympíuleikanna og Alþjóðaólympíunefndina um hvað liggi að baki umsókn Tsimanouskayu um hæli. Hún fái vernd japanskra yfirvalda á meðan. „Japan er í samskiptum við viðeigandi aðila og munu halda áfram að taka viðeigandi skref,“ sagði Kato í dag. Gagnrýndi þjálfarana á Telegram Tsimanouskaya átti að keppa í tvö hundruð metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum í dag, mánudag, en var snögglega tekin úr hvítrússneska Ólympíuliðinu. Hún segir að þjálfarar hennar hafi tekið skyndilega ákvörðun um að hún skyldi snúa heim. Að hennar sögn sagði þjálfarinn henni að hann hafi fengið skipun um að hún skyldi ekki keppa fyrir liðið og hún ætti að fara heim. Þegar á flugvöllinn var komið hafi hún hins vegar neitað að snúa aftur til Hvíta-Rússlands. Hún segir ástæðuna þá að hún hafi gagnrýnt ákvörðun þjálfara sinna um að hún ætti að keppa í 400 metra boðhlaupi á samskiptamiðlinum Telegram. Ástæða þess að hún hafi skyndilega átt að keppa í boðhlaupi hafi verið vegna þess að liðsmenn sem áttu að keppa fengu ekki keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf skorti. Hún hafi jafnframt verið skráð til keppni án hennar vitneskju. Ólympíunefnd Hvíta-Rússlands hefur tilkynnt að Tsimanouskaya hafi verið tekin úr liðinu vegna tilmæla læknis vegna andlegs ástands hennar. Fréttin var uppfærð eftir að Tsimanouskaya fór í pólska sendiráðið í Tókýó.
Japan Hvíta-Rússland Pólland Tékkland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira