Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 16:26 Joe Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm í Fort Worth í Texas. Netflix Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“ Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Exotic gerði garðinn frægan þegar Netflix-þættirnir Tiger King fóru í loftið í febrúar á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu um hann og dýragarðinn hans fyrir stór kattardýr en fljótt kom í ljós að Exotic er ekki allur þar sem hann er séður. Þættirnir enduðu á því að í ljós kom að Exotic hafði borgað félögum sínum fyrir að myrða Carol Baskin, óvin hans og dýrahirði, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir það. Exotic hefur glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli í nokkra mánuði en segist nú viss um að krabbameinið hafi dreift sér í magann og nárann. Hann hafi ekki fengið læknisþjónustu síðan í október á síðasta ári. Hann segir í samtali við slúðurblaðið The Sun að færist krabbameinið á þriðja eða fjórða stig muni hann ekki þiggja læknisþjónustu. Hann sé „tilbúinn að deyja.“ Exotic afplánar dóminn í Fort Worth fangelsinu í Texas. „Ég hef beðið eftir ristilskoðun og magaspeglun síðan í október. Læknisþjónusta í fangelsum er verri en í fyrir hunda í mannúðlegu samfélagi,“ segir Exotic. Exotic segist hafa verið afar verkjaður í mjöðmum og nára undanfarið og að hann hafi verið með mikla magaverki í meira en ár. Hann segist vonast til að geta hlotið læknisþjónustu á næstunni og hann hyggst láta taka úr sér vefjasýni og fara í maga- og ristilspeglun. „Fangelsið hefur samþykkt að ég gangist undir þessar rannsóknir til að geta staðfest á hvaða stigi krabbameinið er,“ skrifaði Exotic í tilkynningu í maí. „Ég er líkamlega þreyttur og hef lést gríðarlega. Munnsárin eru fáránleg og ég gubba meiru upp en ég borða.“
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26 Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07 Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Fangelsisdómur Joe Exotic verði styttur Dómstóll í Colorado í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í dag að fangelsisdómur sem raunveruleikasjónvarpsstjarnan Joe Exotic hlaut í fyrra hafi verið of langur. 14. júlí 2021 22:26
Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King Yfirvöld í Oklahoma í Bandaríkjunum gerðu í dag rassíu á dýragarði tígriskóngsins Jeff Lowe sem Netflix-heimildaþættirnir vinsælu Tiger King fjölluðu um. Samkvæmt tilkynningu yfirvalda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe. 20. maí 2021 23:07
Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC. 20. nóvember 2020 12:30