Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 09:55 Ólafur Stefánsson ræðir vegferðina á hugvíkkandi efnum á hispurslausan hátt. Ronny Hartmann/Getty Images Ólafur Stefánsson handboltagoðsögn segir ferðalag sitt í vinnu með hugvíkkandi efni hafa endað á sama stað og hann byrjaði á. Samt sé allt orðið öðruvísi. Ólafur ræðir ferðalag sitt í podcasti Sölva Tryggvasonar og segist hafa farið í allar gildrurnar og lært mikið. Á endanum snúist þetta allt um að verða betri manneskja. Hann unir sér nú vel í mastersnámi í sálfræði í Þýskalandi. „Ég fór út að þjálfa og var á milli þjálfaradjobba eftir að hafa verið rekinn og hætt þegar ég fór í skóla. Ég á augljóslega margt ólært í þjálfarabransanum þó að ég hafi lært mikið. En ferilskráin mín er ekkert frábær þar ennþá. En það var í einum samningnum að þeir myndu borga undir flottan skóla fyrir dóttur mína, þannig að við urðum bara eftir með henni ég og konan mín yngsta dóttirin. Þannig að við erum búin að vera úti í Þýskalandi út af henni. Ég fór þar í fjarnám í mastersnám í sálfræði. Ég var byrjaður í háskóla Íslands og þetta var þá lógískt framhald. Planið er að sérhæfa mig annað hvort í íþróttasálfræði, klíník, eða menntageiranum ef það er eftirspurn eftir mér þar,” segir Ólafur, sem unir sér vel í náminu. Hann segir skólann hafa veitt góða blöndu af harðkjarna vísindum og öguðum vinnubrögðum. Á sama tíma hafi gefist frelsi til að skoða sálina. Upphaflega hafi sálfræðin snúist um rannsóknir Freud á þeim konum sem hann hafi þótt vera hysterískar. Fræðin hafi verið býsna karllæg. „En svo kemur seinni bylgja feminismans og þá breytist þetta mikið. Nú finnst mér komið gott jafnvægi í þetta. Þetta tengist kannski því að við vorum með samfélag sem var undirlagt af mikilli karlorku, sem sumir kalla feðraveldi og þá þurftir þú á einhvern hátt að hafna helmingnum af því sem þú ert bara til að falla í kramið. Það hafði áhrif á háskólana og í raun allt saman.“ Fór fyrst í allar holurnar Ólafur og Sölvi ræða í þættinum um hugvíkkandi efni, sem Ólafur fór talsvert inn í á sínum tíma. Hann segist hafa farið ofan í allar holurnar og lært mikið af þeirri vegferð. „Ég gerði þau mistök fyrst að halda að mér hafi verið skotið eitthvað upp í alheiminn og ég væri bara kominn með þetta. En svo var ég bara orðinn skrýtinn með konunni minni og börnunum mínum og átti eftir að aðlaga þetta daglegu lífi,“ segir Óli. „Það var eins og ég hefði bara fengið 6 í Lúdó og leikurinn væri búinn. Allir kallarnir heima og þú búinn að vinna, en staðreyndin var að ég var bara á byrjunarreit. Ég held að þetta sé algeng vegferð hjá þeim sem fara þessa leið. Svo hægt og rólega ferð þú að fara aftur í litlu hlutina og sjá fegurðina í daglegu lífi. Þú endar á sama stað og þú byrjaðir á, en hann er samt orðinn allt öðruvísi.“ Leið inn í kvenorkuna Ólafur segir að á ákveðinn hátt séu hugvíkkandi efni leið inn í kvenorkuna og þess vegna sé vegferðin oft erfiðari fyrir karlmenn. „Auðvitað er það mikil einföldun, en ég myndi segja að hugvíkkandi efni leiði þig á ákveðinn hátt inn í „feminine“ hlutann af þér. Þú tengist núinu og ferð inn í væntumþykju og ást og finnur að þú ert tengdur öðrum. Ef þú ert alveg aftengdur þeim hluta af þér er í raun enginn heima þó að öll ljósin séu kveikt. Við strákarnir getum verið erfiðir og það er misjafnt hvað það tekur langan tíma að brjóta múrana. Sumir eru meira og minna gubbandi og öskrandi fyrstu 3-5 athafnirnar og svo kemur reiðin og loks gráturinn,“ segir Óli. „Þegar þú kemst þangað fer fyrirgefningin að koma inn og þú ferð að átta þig á því að þeir sem gerðu þér einhvern óleik voru að gera sitt besta en gátu bara ekki betur. En miðaldra karlmaðurinn er oft með mikla reiði í sér og finnst hann jafnvel ekki við stjórn og að hann sé fórnarlamb einhvers. Var bara vinnuþjarkur sem fékk aldrei að tala um neitt. Hugvíkkandi efni geta verið frábær leið til að brjóta niður þessa múra hjá mönnum svo að þeir séu ekki að brjóta á fólkinu í kringum sig,” segir Ólafur, sem bendir samt á að það þurfi að eiga sér stað vinna eftir að fólk fer í ferðalög á hugvíkkandi efnum. Miðaldra karlinn geti orðið enn ringlaðri „Hættan ef þú ferð með kannski miðaldra karlmann inn í sveppaseremóníu er að hann verði bara enn ringlaðri á eftir ef það er ekki eftirfylgni á eftir. Þú getur ekki skotist eitthvað langt fram úr þeim stað sem þú raunverulega ert á. Þess vegna þarf alltaf að eiga sér stað vinna og eftirfylgni.“ „Það eru mjög miklar gildrur í þessu og alveg eðlilegt ef fólk upplifir eitthvað svona stórt og mikið að það taki tíma að vinna úr því og aðlaga það daglegu lífi. Þú getur ekki hoppað yfir mörg stig í lífinu allt í einu án þess að vinna vinnuna. Hugvíkkandi efni og ferðalög á þeim geta gefið þér mikla opnun, en svo þarf að eiga sér stað eftirfylgni og sjálfsvinna svo fólk nái að sitja vel í sér og taka framförum.“ Ólafur segir að eftir sína vegferð hafi hann komist að því að á endanum snúist þetta fyrst og fremst um litlu hlutina, að ná að vera í núinu, að sjá konununa sína og koma vel fram við fólkið í kringum sig. „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Það eru alls konar gildrur á leiðinni, sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli. Á endanum er aðalatriðið að sjá gyðjuna sem konan þín er og koma vel fram við fólkið í kringum þig.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Ólaf og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Hugvíkkandi efni Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Ég fór út að þjálfa og var á milli þjálfaradjobba eftir að hafa verið rekinn og hætt þegar ég fór í skóla. Ég á augljóslega margt ólært í þjálfarabransanum þó að ég hafi lært mikið. En ferilskráin mín er ekkert frábær þar ennþá. En það var í einum samningnum að þeir myndu borga undir flottan skóla fyrir dóttur mína, þannig að við urðum bara eftir með henni ég og konan mín yngsta dóttirin. Þannig að við erum búin að vera úti í Þýskalandi út af henni. Ég fór þar í fjarnám í mastersnám í sálfræði. Ég var byrjaður í háskóla Íslands og þetta var þá lógískt framhald. Planið er að sérhæfa mig annað hvort í íþróttasálfræði, klíník, eða menntageiranum ef það er eftirspurn eftir mér þar,” segir Ólafur, sem unir sér vel í náminu. Hann segir skólann hafa veitt góða blöndu af harðkjarna vísindum og öguðum vinnubrögðum. Á sama tíma hafi gefist frelsi til að skoða sálina. Upphaflega hafi sálfræðin snúist um rannsóknir Freud á þeim konum sem hann hafi þótt vera hysterískar. Fræðin hafi verið býsna karllæg. „En svo kemur seinni bylgja feminismans og þá breytist þetta mikið. Nú finnst mér komið gott jafnvægi í þetta. Þetta tengist kannski því að við vorum með samfélag sem var undirlagt af mikilli karlorku, sem sumir kalla feðraveldi og þá þurftir þú á einhvern hátt að hafna helmingnum af því sem þú ert bara til að falla í kramið. Það hafði áhrif á háskólana og í raun allt saman.“ Fór fyrst í allar holurnar Ólafur og Sölvi ræða í þættinum um hugvíkkandi efni, sem Ólafur fór talsvert inn í á sínum tíma. Hann segist hafa farið ofan í allar holurnar og lært mikið af þeirri vegferð. „Ég gerði þau mistök fyrst að halda að mér hafi verið skotið eitthvað upp í alheiminn og ég væri bara kominn með þetta. En svo var ég bara orðinn skrýtinn með konunni minni og börnunum mínum og átti eftir að aðlaga þetta daglegu lífi,“ segir Óli. „Það var eins og ég hefði bara fengið 6 í Lúdó og leikurinn væri búinn. Allir kallarnir heima og þú búinn að vinna, en staðreyndin var að ég var bara á byrjunarreit. Ég held að þetta sé algeng vegferð hjá þeim sem fara þessa leið. Svo hægt og rólega ferð þú að fara aftur í litlu hlutina og sjá fegurðina í daglegu lífi. Þú endar á sama stað og þú byrjaðir á, en hann er samt orðinn allt öðruvísi.“ Leið inn í kvenorkuna Ólafur segir að á ákveðinn hátt séu hugvíkkandi efni leið inn í kvenorkuna og þess vegna sé vegferðin oft erfiðari fyrir karlmenn. „Auðvitað er það mikil einföldun, en ég myndi segja að hugvíkkandi efni leiði þig á ákveðinn hátt inn í „feminine“ hlutann af þér. Þú tengist núinu og ferð inn í væntumþykju og ást og finnur að þú ert tengdur öðrum. Ef þú ert alveg aftengdur þeim hluta af þér er í raun enginn heima þó að öll ljósin séu kveikt. Við strákarnir getum verið erfiðir og það er misjafnt hvað það tekur langan tíma að brjóta múrana. Sumir eru meira og minna gubbandi og öskrandi fyrstu 3-5 athafnirnar og svo kemur reiðin og loks gráturinn,“ segir Óli. „Þegar þú kemst þangað fer fyrirgefningin að koma inn og þú ferð að átta þig á því að þeir sem gerðu þér einhvern óleik voru að gera sitt besta en gátu bara ekki betur. En miðaldra karlmaðurinn er oft með mikla reiði í sér og finnst hann jafnvel ekki við stjórn og að hann sé fórnarlamb einhvers. Var bara vinnuþjarkur sem fékk aldrei að tala um neitt. Hugvíkkandi efni geta verið frábær leið til að brjóta niður þessa múra hjá mönnum svo að þeir séu ekki að brjóta á fólkinu í kringum sig,” segir Ólafur, sem bendir samt á að það þurfi að eiga sér stað vinna eftir að fólk fer í ferðalög á hugvíkkandi efnum. Miðaldra karlinn geti orðið enn ringlaðri „Hættan ef þú ferð með kannski miðaldra karlmann inn í sveppaseremóníu er að hann verði bara enn ringlaðri á eftir ef það er ekki eftirfylgni á eftir. Þú getur ekki skotist eitthvað langt fram úr þeim stað sem þú raunverulega ert á. Þess vegna þarf alltaf að eiga sér stað vinna og eftirfylgni.“ „Það eru mjög miklar gildrur í þessu og alveg eðlilegt ef fólk upplifir eitthvað svona stórt og mikið að það taki tíma að vinna úr því og aðlaga það daglegu lífi. Þú getur ekki hoppað yfir mörg stig í lífinu allt í einu án þess að vinna vinnuna. Hugvíkkandi efni og ferðalög á þeim geta gefið þér mikla opnun, en svo þarf að eiga sér stað eftirfylgni og sjálfsvinna svo fólk nái að sitja vel í sér og taka framförum.“ Ólafur segir að eftir sína vegferð hafi hann komist að því að á endanum snúist þetta fyrst og fremst um litlu hlutina, að ná að vera í núinu, að sjá konununa sína og koma vel fram við fólkið í kringum sig. „Þetta er eins og í öllum góðum ævintýramyndum. Hetjan þarf að leggja sig í hættur og sumir koma ekki til baka. Það eru alls konar gildrur á leiðinni, sumir verða allt of heilagir og margir festast í alls konar, en svo ég taki „spoiler“ á þetta þá er endastöðin alltaf hér og nú. Þessi stund hérna hjá okkur. Í raun og veru snýst andleg vegferð um að fá aftur skynjunina sem þú hafðir sem barn. Í mjög stuttu máli. Á endanum er aðalatriðið að sjá gyðjuna sem konan þín er og koma vel fram við fólkið í kringum þig.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Ólaf og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Hugvíkkandi efni Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira