Kveðjum rignir yfir Guðbjörgu - „Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2021 22:15 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos/Getty Fyrrum landsliðskonan í fótbolta, Guðbjörg Gunnarsdóttir, tilkynnti í morgun að hún hefði lagt markmannshanskana á hilluna. Fyrrum félagar Guðbjargar í landsliðinu kepptust við að þakka henni fyrir sig í dag. Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021 Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira
Guðbjörg hafði ætlað sér að leika með norska liðinu Arna-Björnar í vetur en aðstæður hjá félaginu buðu ekki upp á það. Hún sleit samningi þar nýlega og ákvað í dag að hætta knattspyrnuiðkun alfarið. „Eftir góða umhugsun hef ég tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna eftir langan og skemmtilegan feril. Þetta var alls ekki auðveld ákvörðun enda elska ég ennþá að spila fótbolta og mun sennilega alltaf gera það,“ er á meðal þess sem Guðbjörg sagði í færslu sinni á Twitter í morgun þar sem hún sagði frá því að hanskarnir færu á hilluna frægu. Guðbjörg er 36 ára gömul og vann fjóra Íslandsmeistaratitla með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku 2008. Síðan hefur hún leikið í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi í 13 ár. Hún spilaði 64 A-landsleiki fyrir Ísland frá árinu 2004 og fór með íslenska landsliðinu á þrjú stórmót; EM 2009, 2013 og 2017. Fjölmargar þeirra sem léku með Guðbjörgu í landsliðinu tóku á Twitter í dag til að þakka henni fyrir samstarfið og hennar framlag til íslenskrar knattspyrnu. Þar á meðal eru Sif Atladóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og fyrrum landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson. Kveðjurnar má sjá að neðan. Einn besti markmaður sem Ísland hefur átt. Takk fyrir allar stundirnar innan vallar - hlakka til enn fleiri utan vallar https://t.co/N7xG9GNUBa— Hallbera Gisladottir (@HallberaGisla) August 9, 2021 Frábær ferill @GuggaGunnars Heiður að fa að spila með og á móti þér #takkGugga https://t.co/DtDSEjoagS— Sif Atladóttir (@sifatla) August 9, 2021 Alveg mögnuð. Takk fyrir allt Guggan okkar allra https://t.co/Lz5zBVeO3u— Glódís Perla Viggósdóttir (@glodisperla) August 9, 2021 skal fyrir þér Gugga þú ert geggjuð ! @GuggaGunnars #sælar https://t.co/lDG0zI1E14— Fanndís Friðriks (@fanndis90) August 9, 2021 Mögnuð ! Heiður að hafa spilað með þessari drottningu @GuggaGunnars https://t.co/PjfFs2tGfu— Sara Björk (@sarabjork18) August 9, 2021 Takk fyrir þitt framlag til Íslenskrar knattspyrnu. Takk fyrir okkar samstarf, einn litríkur karakter. Skilur mikið eftir þig. Mátt vera stolt af öllu sem þú hefur afrekað. Gangi þér vel á nýjum vettvangi — Freyr Alexandersson (@freyrale) August 9, 2021
Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Sjá meira