Umdeilt fjölmiðlafrumvarp samþykkt og stjórnin missir meirihlutann Atli Ísleifsson skrifar 12. ágúst 2021 08:03 Mótmælt var fyrir utan þinghúsið í Varsjá og víðar á þriðjudagskvöld. EPA Neðri deild pólska þingsins samþykkti í gær umdeilt fjölmiðlafrumvarp sem stjórnarandstæðingar segja miða að því að múlbinda sjónvarpsstöð sem hefur verið gagnrýnin á störf stjórnar landsins. Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi. Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ríkisstjórn Póllands segir nýju lögin nauðsynleg til að koma í veg fyrir að erlendir aðilar, sem hafi illt eitt í huga, komist yfir fjölmiðla landsins. Gagnrýnendur pólsku stjórnarinnar segja lögin hins vegar tilraun til að þrýsta á bandaríska Discovery að selja TVN, stærstu sjónvarpsstöð landsins. BBC segir frá því að nýju fjölmiðlalögin gætu haft neikvæð áhrif á milliríkjasamskipti Póllands og Bandaríkjanna og auka enn frekar á áhyggjur Evrópusambandsins af fjölmiðlafrelsi í landinu. Þúsundir mótmæltu Þúsundir manna flykktust út á götur Póllands á þriðjudaginn til að mótmæla fyrirhuguðum lögum, meðal annars fyrir utan þinghúsið í Varsjá, en einnig í borgunum Krakow, Wroclaw, Poznan, Lublin og Szczecin. Leiðtogar pólsku stjórnarinnar hafa talað fyrir því að nýjum reglunum sé ætlað að koma í veg fyrir að aðilar utan evrópska efnahagssvæðisins eignist ráðandi hlut i pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Sé þetta ætlað að koma í veg fyrir að rússneskir og kínverskir aðilar eignist ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækjum. Missir meirihlutann Nýju fjölmiðlalögin hafa einnig haft mikil áhrif á stjórnarsamstarfið í landinu, sér í lagi eftir að forsætisráðherra landsins rak aðstoðarforsætisráðherrann á þriðjudag. Jaroslaw Gowin, formaður Samkomulags, eins af smærri stjórnarflokkunum, var látinn fara sem aðstoðarforsætisráðherra eftir að hafa talað gegn frumvarpinu. Flokkur Gowin sagði í kjölfarið skilið við ríkisstjórn landsins sem hefur leitt til þess að ríkisstjórn Mateusz Morawiecki er nú minnihlutastjórn. Frumvarpið kemur nú til kasta efri deildar þingsins, sem gæti vel gert breytingar á frumvarpinu, en stjórnarandstæðingar eru í meirihluta í efri deildinni. Neðri deild þingsins hefur þó vald til að hafna breytingartillögum efri deildarinnar í Póllandi.
Pólland Fjölmiðlar Evrópusambandið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira