Fjöldi fasteignapappíra inniheldur enn rasísk ákvæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2021 07:04 Samtökin Mapping Prejudice smíðuðu leitarvél sem fór í gegnum 10 milljón síður af gögnum frá einni sýslu í Minnesota og fann 30 þúsund „athugunarverð“ skjöl. Yfirvöld og samtök víðsvegar í Bandaríkjunum vinna nú að því að auðvelda einstaklingum að fá rasískar klásúlur í fasteignapappírum numdar brott. Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira
Í fjölda afsala og öðrum gögnum er enn að finna orðalag þar sem kveðið er á um að viðkomandi fasteign megi ekki falla í hendur einstaklinga sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum. Er þá oftast vísað til svartra en einnig til gyðinga og einstaklinga af rómönskum uppruna. Þegar Kyona og Kenneth Zak ákváðu að taka heimili sitt í gegn á aldarafmæli hússins létu þau ekki nægja að láta mála það í upprunalegum litum og skipta um gler, heldur létu þau einnig strika út svohljóðandi ákvæði í afsalinu sem fylgdi húsinu: „Að enginn hluti fasteignarinnar skuli nokkurn tímann flutt yfir á eða falla í hendur einstaklinga annarra en af hvíta kynstofninum.“ Þess ber að geta að Kyona er svört og á helming fasteignarinnar. Ólögmæt í 50 ár Ákvæði af þessu tagi voru algeng á árum áður og gjarnan beitt til að takmarka úbreiðslu svartra inn í ákveðin hverfi. Þá þekktist að menn fóru húsa á milli til að hvetja nágranna sína til að bæta takmarkandi ákvæðum við fasteignapappíra. Árið 1927 börðust landssamtök fasteignasala meira að segja fyrir takmörkunum og gáfu út staðlaða útgáfu, sem kvað á um að umrædd fasteign mætti ekki falla í hendurnar á svörtum. Það var ekki fyrr en árið 1948 að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að framfylgja ákvæðum af þessu tagi og ekki fyrr en í kringum 1970 að þau voru úrskurðaðir ólögmætir. Hingað til hefur það hins vegar kostað bæði tíma og peninga að fá klásúlurnar felldar niður og sums staðar er reyndar aðeins mögulegt að fá þær yfirstrikaðar. Nú horfir til betri vegar og víða hafa yfirvöld þegar einfaldað ferlið. Kevin McCarty, þingmaður fyrir Sacramento, segir aðgerðir yfirvalda ekki munu brúa þá miklu gjá sem hefur myndast milli svartra og hvítra á fasteignamarkaði. Þær væru hins vegar algjörlega tímabærar. „Fyrir mér er þetta eins og að láta skiltið fyrir ofan drykkjarbrunninn óhreyft, þar sem stendur Aðeins fyrir hvíta.“ New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Black Lives Matter Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira