Þar kemur fram að nefndinni hafi nýlega borist ábending um að eiginnafnið Annþór væri ekki á mannanafnaskrá. Nefndin bendir á að nafnið taki íslenskri beygingu í eignarfalli, Annþórs, og teljist að öðru leyti uppfylla lög um mannanöfn.
Hefur nafnið því verið fært á mannanafnaskrá. Samkvæmt Íslendingabók bera tveir lifandi Íslendingar nafnið Annþór.
Annar þeirra er Annþór Karlsson sem hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarinn áratug eða svo. Þá hefur hann staðið í stappi við íslenska ríkið og krafist skaðabóta.