Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2021 10:41 TIlgátur eru um að kórónuveiran hafi sloppið af Veirufræðistofnuninni í Wuhan í slysi. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað að leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsaka málið nánar. Vísir/EPA Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira