Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áfallamiðstöðin verði opin frá klukkan 16 til klukkan 18 í dag.
Þar muni Rauði krossinn veita sálrænan stuðning og skyndihjálp ef þörf er á. Eru foreldrar sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hafi á kvíða og vanlíðan hjá þeim, eftir atvikið.
Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi.