Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands gagnrýnir rasíska landa sína harðlega Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2021 23:30 Németh fór víða á þjálfaraferli sínum og stýrði meðal annars enska landsliðinu frá 1994 til 2004. Stephen Pond/EMPICS via Getty Images László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum. Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Þeir Raheem Sterling og Jude Bellingham urðu báðir fyrir aðkasti vegna hörundlitar síns þegar England vann 4-0 útisigur á Ungverjum á Puskás-vellinum í Búdapest í gærkvöldi. Hlutum var grýtt í leikmenn, þar sem Sterling fékk meðal annars bjórglas í sig þegar hann fagnaði marki sínu í leiknum. Ungverjar eiga að vera í þriggja leikja áhorfendabanni, sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmdi liðið í vegna hatursfullrar framkomu ungverska stuðningsmanna í garð samkynhneigðra á leikjum á EM í fótbolta í Ungverjalandi í sumar. Leikurinn við England var hluti af undankeppni HM, sem er á vegum FIFA, og var bannið því ekki í gildi. Németh er Ungverji en þjálfaði landslið Englands í körfubolta um ellefu ára skeið, frá 1994 til 2004. Hann tók á samfélagsmiðilinn Facebook til að láta óánægju sína í ljós. „Mér býður við hópi stuðningsmanna á leik Ungverjalands og Englands í undankeppni HM sem beitti leikmenn Englands kynþáttaníði. Það er ekki erfitt að bera kennsl á þessa menn. Þeim ætti að vera bannað að mæta á alþjóðlega íþróttaviðburði fyrir lífstíð án reynslulausnar.“ sagði Németh í stöðuuppfærslu sinni á Facebook. Németh þekkir til á Íslandi en hann var landsliðsþjálfari Íslands samhliða því að stýra liði KR frá 1988 til 1990. Hann var valinn þjálfari ársins á Íslandi 1989 og 1990 en hann stýrði KR til Íslandsmeistaratitils síðara árið, sem var þá fyrsti titill KR-inga í ellefu ár. Þá vann Ísland EM smáþjóða undir hans stjórn árið 1988 og hlaut brons á Smáþjóðaleikunum ári síðar. Hann stýrði KR aftur 1993 til 1994 en varð svo landsliðsþjálfari Englands frá 1994 til 2004. Hann lagði þjálfaraflautuna á hilluna 2006 eftir tvö ár hjá Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann þjálfaði einnig í heimalandinu, í Kúveit og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á sínum ferli. László Németh stýrði KR til Íslandsmeistaratitils. Fréttin er úr tölublaði DV frá 9. apríl 1990.Skjáskot/Dagblaðið Vísir
HM 2022 í Katar Fótbolti Körfubolti Ungverjaland Mest lesið Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira