Dóra fór niður á hnén í sýningunni og vissi enginn af þessu fyrir fram svo meðlimir spunahópsins voru jafn hissa og áhorfendur.
„Við biðjum stundum áhorfendur um að skrifa leyndarmál á miða sem við lesum upp og spinnum út frá. Dóra las síðasta leyndarmál kvöldsins: Egill, viltu giftast mér? Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert en vá þetta var geggjað!“ segir á Instagram síðu Improv Ísland.
Egill stökk upp á svið til Dóru og féllust þau í faðma við mikil fagnaðarlæti allra viðstaddra. Myndband af þessu fallega augnabliki má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.