„Vilhelm Poulsen hefur verið frábær í upphafi tímabils. Hann er meðal annars búinn að skora 3,5 mörk að meðaltali á síðustu tíu mínútum leikjanna. Það er hrikalega mikilvægt,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar og spurði sérfræðinga sína hvað hann væri gera vel.

„Mér finnst hann hrikalega áræðinn og það er svo mikill kraftur. Hann er bara mættur til að láta af sér kveða. Ég get ímyndað mér að hann sé búinn að æfa fáránlega vel í sumar því hann virkar þykkur og virka kröftugur. Það er eins og hann ætli sér stóra hluti i vetur,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Vilhelm Poulsen.
Seinni bylgjan sýndi myndir af Vilhelm Poulsen frá því í fyrra og sérfræðingarnir voru sammála því að hann væri búinn að bæta vöðvum á sig.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Seinni bylgjunnar um Vilhelm Poulsen.