Mörk Kristianstad dreifðust ágætlega í kvöld en Sarah Carlström var markahæst með sjö mörk, þá skoruðu þrír leikmenn liðsins sex mörk og þar á eftir kom Andrea með fimm mörk.
Munurinn var 14 mörk þegar flautað var til leiksloka og nær öruggt að Kristianstad er komið áfram þó liðin eigi enn eftir að spila síðari leikinn.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir leikur með Lugi en var ekki með liðinu í kvöld. Hvort hún hefði getað gert gæfumuninn er óvíst en ljóst er að það er á brattann að sækja í síðari leik liðanna.