Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 11:00 Sebastien Thill fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Sheriff Tiraspol á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira