Segir UEFA veita Íslandi og öðrum á EM allt of lítið verðlaunafé Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2021 16:01 Ada Hegerberg er á leið aftur inn á fótboltavöllinn eftir langa bið. Getty/Jean Catuffe Ada Hegerberg, fyrsta konan til að hljóta Gullknöttinn, árið 2018, hefur bæst í hóp þeirra sem gagnrýna UEFA fyrir upphæð verðlaunafjár á Evrópumóti kvenna í fótbolta næsta sumar. Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Ísland er á meðal þeirra 16 þátttökuþjóða sem keppa á EM í Englandi í júlí á næsta ári. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti fyrir skömmu að 16 milljónum evra yrði deilt á milli þjóðanna, eftir árangri þeirra á mótinu. Þetta er tvöföldun á verðlaunafénu sem útdeilt var á EM 2017. Þar fengust til að mynda 300.000 evrur fyrir að spila í riðlakeppninni, eins og Ísland gerði. Til samanburðar fékk hvert lið sem lék á EM karla í sumar að lágmarki 9,25 milljónir evra í sinn hlut. Heildarverðlaunafé á mótinu var 371 milljón evra, sem er 23 sinnum meira en á EM kvenna næsta sumar. „Þetta er ekki nógu mikill peningur. Þetta er ekki nálægt því að vera það fjármagn sem til þarf,“ sagði Emma Hayes, knattspyrnustjóri Chelsea, um verðlaunaféð á EM kvenna. Hegerberg tók svo í sama streng í dag: „Emma Hayes hefur hárrétt fyrir sér. Ég er leikmaður og mitt starf felst bara í því að standa mig. En það er mikilvægt varðandi þetta að við skiljum að við erum ekki í þeirri stöðu að við eigum að vera þakklátar fyrir allt sem við fáum,“ sagði Hegerberg. „Ég veit að ef að maður stendur sig ekki þá uppsker maður ekki, en það þýðir ekki að maður eigi að vera þakklátur. Sumt er bara algjört lágmark,“ sagði Hegerberg. Snýr aftur eftir 20 mánaða fjarveru Hin 26 ára gamla Hegerberg hefur fimm sinnum orðið Evrópumeistari með Lyon. Þessi magnaða markadrottning hefur hins vegar verið frá keppni í mjög langan tíma eða um 20 mánuði, en gæti snúið aftur í leiknum gegn Häcken í Meistaradeild Evrópu á morgun. „Ég skal vera hreinskilin. Þetta er búið að vera erfitt og hefur tekið mjög á andlega. En ég horfi á þetta jákvæðum augum. Ég hef þroskast mjög mikið, bæði sem kona og fótboltamaður, og þetta gefur mér styrk fyrir komandi ár því þetta mótar mig,“ sagði Hegerberg.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira