Lagerbäck: Hef aldrei upplifað aðra eins framkomu hjá leikmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 11:02 Lars Lagerbäck á dögum sínum með þjálfari norska landsliðsins. Getty/Trond Tandberg Lars Lagerbäck tjáir sig um síðustu daga sína sem landsliðsþjálfari Norðmanna í nýrri bók sem var að koma út í Noregi. Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars. EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Per Joar Hansen skrifaði bókina „People and football“ og leitaði þar meðal annars til fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Lagerbäck hætti með íslenska liðið eftir að hafa komið því í átta liða úrslit á EM í Frakklandi sumarið 2016 en gerðist tæpu ári síðar þjálfari norska landsliðsins. Per Joar «Perry» Hansen (55) og Lars Lagerbäck (73) åpner opp om NFFs håndtering av «Sørloth-konflikten». Samtidig sender «Perry» et stikk til norske fotballeksperter. https://t.co/uuoA9H6I4X— Dagbladet Sport (@db_sport) October 5, 2021 Það var allt í blóma á tíð hans sem þjálfari Íslands og hann endaði þar sem einn vinsælasti maðurinn í sögu landsliðsins. Það er ekki sömu sögu að segja af endinum í Noregi. Lagerbäck náði ekki að koma norska landsliðinu á stórmót og hann var rekinn sem þjálfari þess þremur árum síðar. Það gekk ýmislegt á undir lokin og þá sérstaklega þegar kom að opinberum deilum við framherjann Alexander Sörloth. Lagerbäck var ekki aðeins að glíma við ósáttan leikmann í fjölmiðlum heldur var umboðsmaður hans einnig að hræra í málinu. Málið kom upp eftir að Norðmenn töpuðu á móti Serbíu og misstu af möguleikanum á því að komast á Evrópumótið. „Alexander, Perry og ég höfðum ákveðið að loka þessu máli eftir að við kvöddumst eftir landsleikina. Því miður héldu norska sambandið, Alexander og umboðsmaður hans áfram að tjá sig um málið á mörgum vígstöðvum. Hjá mér hefur það alltaf verið meginreglan að brjóta aldrei samkomulag hvort sem það er munnlegt eða skriflegt,“ sagði Lars Lagerbäck í bókinni. „Síðan ég byrjaði að þjálfa fótbolta árið 1977 og svo landslið frá 1990 þá hef ég aldrei upplifað aðra eins framkomu frá leikmann. Það er enginn einu sinni nálægt honum,“ sagði Lars. „Ef leikmaður heldur ekki samkomulag við mig þá get ég með góðri samvisku komið fram og sagt mína hlið á málinu. Samkomulagið okkar var um að málinu væri lokið,“ sagði Lars.
EM 2020 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira