Vill ekki vera kölluð Gugga þótt hún stýri Bjarkalundi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2021 21:21 Silja Allansdóttir er ráðskona Suðurverks á Hótel Bjarkalundi. Arnar Halldórsson Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit, sem frægt varð fyrir sjónvarpsþættina um Georg Bjarnfreðarson og félaga, hefur verið tekið undir vinnubúðir. Þar má samt enn sjá leikmuni úr Dagvaktinni, þar á meðal morðvopnið sem notað var til að drepa hótelstýruna Guggu. Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009: Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var þetta elsta sveitahótel Íslands heimsótt. Það var haustið 2008 sem félagarnir Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar mættu þangað akandi á Læðunni í gamanþáttum sem slógu í gegn á Stöð 2. Úr sjónvarpsþáttunum Dagvaktin. Félagarnir Ólafur Ragnar og Georg Bjarnfreðarson mæta til starfa á sveitahótelinu.Saga Film Það átti eftir að fara illa fyrir Guggu að kynnast þessum kauðum og í eldhúsinu var kokknum Daníel brugðið að sjá hverjir voru komnir til starfa. Hótel Bjarkalundur hefur núna fengið nýtt hlutverk, sem sést kannski best á óhreinum vinnubílum á hlaðinu. Í eldhúsinu ráða núna ríkjum þær Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir. „Við erum búin að taka yfir Hótel Bjarkalund núna næstu tvö árin allavega,“ segir Silja. Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Tignarleg Vaðalfjöll gnæfa yfir.Arnar Halldórsson Þær starfa fyrir Suðurverk sem vinnur að þverun Þorskafjarðar en brúarsmiðirnir eru í fæði og gistingu í Bjarkalundi. „Já, nú er þetta vinnubúðir og bara mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Silja segir marga eiga góðar minningar frá hótelinu. „Fólki finnst rosalega gott og gaman að koma hingað. Það tengja þetta náttúrlega allir við Dagvaktina.“ Já, sæll, Guggupannan fræga er hér upp á vegg og ráðskonurnar bregða á leik með sjálft morðvopnið. „En það eru líka rosalega margir sem spyrja um Læðuna. Hvar er Læðan?“ segir Þórvör Embla. Ráðskonurnar Silja Allansdóttir og Þórvör Embla Guðmundsdóttir bregða á leik með pönnuna frægu.Arnar Halldórsson Silja telur raunar að einhver gangi aftur í húsinu. „Já, það er umgangur á nóttinni.“ -Draugagangur? „Þeir halda að ég sé á ferðinni alla nóttina. En það er Gugga, - ekki ég.“ -Gengur Gugga aftur hérna? „Það er einhver hérna.“ -Þú finnur það? „Það er bara svoleiðis.“ -En lendir þú í því að vera kölluð Gugga? „Það hefur komið fyrir einu sinni eða tvisvar. Ég var fljót að drepa það niður. Allt í lagi að vera kölluð truntan. En ekki Guggan,“ segir ráðskonan og hlær. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af brúarvinnunni í Þorskafirði: Fjallað var um frægð Bjarkalundar í frétt Stöðvar 2 árið 2009:
Reykhólahreppur Bíó og sjónvarp Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Vegagerðarmenn gista á Hótel Flókalundi í vetur Í fyrsta sinn í nærri sextíu ára sögu Flókalundar á Barðaströnd er þar boðið upp á gistingu yfir veturinn. Ástæðan er nýhafin vegagerð á Dynjandisheiði. 21. nóvember 2020 22:34
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44