Lífið

Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stilla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace.
Stilla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace. Dýrið

Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs.

Myndin opnar á sama degi og James Bond en A24 dreifingaraðilar Dýrsins í Bandaríkjunum eru vissir um að myndin fá góða aðsókn og muni höfða til hóps yngri áhorfenda í Bandaríkjunum en þeirra sem sækja Bond myndirnar. Dýrið er sýnd í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri hér á landi.

„Við vitum að kvikmyndin Dýrið/Lamb er einstök perla, aðgengileg, sorgleg og fyndin. Viðbrögðin á forsýningum hafa staðfest það og yfir tíu milljónir hafa horft á kynningarstikluna. Myndin hefur alla burði til að slá í gegn hér í Bandaríkjunum og við erum ofboðslega spennt fyrir því að frumsýna hana svona stórt,“ segir David Laub hjá A24.


Tengdar fréttir

Dýrið: Stiklan spillir flottri mynd

Dýrið er fyrsta kvikmynd Valdimars Jóhannssonar í fullri lengd. Hún skartar Hollywood-stjörnunni Noomi Rapace í aðalhlutverki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.