Katrín er annáluð fyrir stuðning sinn við stórveldið, og mætti með Liverpooltrefil þar sem McManaman var í boði Liverpoolklúbbsins á Íslandi að hitta aðdáendur og gefa eiginhandaráritanir í dag.
McManaman gerði garðinn frægan með Liverpool á tíunda áratugnum, en fór síðar til Real Madrid áður en hann lauk glæstum ferli hjá Manchester City árið 2005.
Í myndatexta lýsti Katrín yfir mikilli ánægju með fundinn.