Álaborg, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni, bar sigurorð af brasilíska úrvalsdeildarliðinu E.C. Pinheiros.
Leiknum lauk með fimm marka sigri danska liðsins, 34-29 en Álaborg leiddi með átta mörkum í leikhléi, 19-11.
Aron Pálmarsson var í leikmannahópi Álaborgar en komst ekki á blað. Arnór Atlason er einn þjálfara danska liðsins.
Í kvöld mætast Magdeburg og Barcelona í úrslitaleik keppninnar.