Kostar einn milljarð evra að kaupa upp nýjan samning Pedri hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 16:01 Pedri hjá Barcelona er einn efnilegasti miðjumaður heims. Getty/David Ramos Spænski táningurinn Pedri hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona en félagið staðfesti samninginn í dag. Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið. Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira
Nýr samningur við hinn átján ára gamla Pedri nær til ársins 2026 en hann kom til Katalóníufélagsins frá Las Palmas árið 2020. Gamli samningur hans átti að renna út í sumar. OFFICIAL: Pedri's new Barcelona contract has a 1 billion release clause pic.twitter.com/yEQLLRRx0O— ESPN FC (@ESPNFC) October 14, 2021 Það er hægt að kaupa Pedri út úr samningnum en uppsagnarákvæðið er einn milljarður evra eða 150 milljarðar íslenskra króna. Áður var hægt að kaupa samninginn fyrir 400 milljónir evra en sú upphæð hefur nú meira en tvöfaldast. Þetta er nýtt met hjá félaginu en gamla metið átti samningur Antoine Griezmann sem var hægt að kaupa fyrir 800 milljónir evra. Pedri heldur upp á nítján ára afmælið sitt í nóvember en hann hefur bara verið í fjórtán mánuði hjá Börsungum. Hann vann sér sæti í byrjunarliði liðsins í fyrra og spilaði alls 52 leiki á sínu fyrsta tímabili. Pedri var þar fastamaður á miðjunni með þeim Sergio Busquets og Frenkie de Jong. Five more years of Pedri at Barcelona (via @FCBarcelona) pic.twitter.com/4XmiSgDOms— B/R Football (@brfootball) October 14, 2021 Pedri vann sér líka sæti í spænska landsliðinu og spilaði stórt hlutverk hjá Luis Enrique á EM síðasta sumar þar sem hann var kosinn besti ungi leikmaður keppninnar. Hann vann síðan ofan á það silfurverðlaun með spænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó. Pedri er eini leikmaður Barcelona í dag sem er meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullhnattarins og var því einn af þrjátíu bestu knattspyrnumönnum ársins að mati Ballon d'Or nefndarinnar. Barcelona er síðan að vonast eftir því að hinir ungu strákarnir eins og Ansu Fati, Gavi og Ronald Araujo framlengi einnig sína samninga við félagið.
Spænski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Sjá meira