Sextán manns voru fluttir á sjúkrahús eftir spenginguna í Annendal í Gautaborg aðfaranótt þriðjudagsins 28. september. Flestir þeirra voru með reykeitrun. Eftir lát konunnar er nú litið á rannsókn málsins sem morðrannsókn, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT.
Líks karlmanns á sextugsaldri sem er grunaður um að hafa valdið sprengingunni fannst í sjónum við Gautaborg á miðvikudagsmorgun í síðustu viku. Lögregla segir ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að honum hafi verið ráðinn bani.
Alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur manninum. Hann bjó í byggingunni en til stóð að bera hann út daginn sem sprengingin varð.