Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Snorri Másson skrifar 19. október 2021 11:56 Guðni Th. Jóhannesson forseti er með bók um landhelgismálið í smíðum. Stöð 2/Egill Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún. Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún.
Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira