Svínsnýra grætt á fótlegg sjúklings starfar eðlilega og framleiðir þvag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2021 08:57 Nýrað var grætt á fótlegg heiladauðs sjúklings. AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Skurðlæknum í New York hefur tekist að græða nýra úr erfðabreyttu svíni á mann. Fylgst var með sjúklingnum í 54 klukkustundir og virtist nýrað starfa eðlilega og framleiddi meðal annars þvag og úrgangsefnið kreatínín. Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá. Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Niðurstöðum tilraunarinnar hefur verið fagnað vestanhafs og þykja gefa góða von um að hægt verði að koma til móts við verulegan skort á líffærum með því að nota líffæri úr svínum. Í Bandaríkjunum bíða um 100 þúsund manns eftir líffæri, þar af 90 þúsund eftir nýra. Árlega deyja 12 einstaklingar á biðlistum. Aðgerðin var heldur óvenjuleg en hún fól í sér að svínsnýran var grætt á fótlegg heiladauðs einstaklings. Sá var líffæragjafi en þegar ljóst var að ekki var hægt að nota líffærin gáfu aðstandendur leyfi fyrir umræddri tilraun. Erfðamengi svínsins var breytt til að draga úr líkunum á því að mannslíkaminn hafnaði nýranu og á meðan vísindamenn fylgdust með virkni líffærisins var ekki annað að sjá en að allt hefði farið að óskum. Aðstandendur rannsóknarinnar benda til að mynda á að flest vandamál sem komi upp þegar líkaminn hafnar dýralíffærum hafi með það að gera þegar mannsblóð rennur um líffærin og að sú staðreynd að líffærið hafi starfað eðlilega utan líkamans bendi til þess að það muni einnig gera það þegar eiginleg ígræðsla verður framkvæmd. Nýrað virtist starfa eðlilega þann tíma sem fylgst var með því.AP/NYU Langone Health/Joe Carrotta Aðrir hafa hins vegar bent á að enn sé margt á huldu, meðal annars hvort líffærið heldur áfram að starfa til lengri tíma litið og þá sinni það öðrum störfum en að hreinsa úrgangsefni úr blóðinu. Þá séu uppi áhyggjur af því að líffæraþeginn smitist af vírusum sem herja á svín. Vísindamenn hafa löngum gert tilraunir með líffæraígræðslur á milli tegunda. Þannig hafa nýru úr simpönsum verið grædd í menn, með miður góðum árangri þó, og árið 1983 var hjarta úr bavíana grætt í stúlkubarn. Stúlkan lést 20 dögum síðar. Ósæðralokur úr svínum eru hins vegar græddar í menn á hverjum degi og þá hafa sykursýkissjúklingar fengið brisfrumur úr svínum. Svínshúð hefur einnig verið notuð hjá brunasjúklingum. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Vísindi Líffæragjöf Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira