„Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru viðbrögðin eftir bardaga karla og kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 09:31 Konurnar áttu aldrei möguleika í bardaganum og það er alltaf mikil slysahætta þegar styrktarmunurinn er svona mikill. Skjámynd Bardagar á milli karls og konu enduðu báðir með að konurnar töpuðu illa og það hefur kallað á heitar umræður um uppátækið. Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF. MMA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF.
MMA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira