Hægriöfgamaður grunaður um að skipuleggja voðaverk í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 14:49 Frá Falköping í Svíþjóð þar sem maðurinn er grunaður um að hafa lagt á ráðin um einhvers konar voðaverk. Vísir/Getty Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á þrítugsaldri sem er grunaður að hafa ætlað að valda eyðileggingu sem ógnaði almenningi. Maðurinn er talinn hafa tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, hreyfingu norrænna nýnasista sem teygir anga sína meðal annars til Íslands. Maðurinn er 25 ára gamall frá Vestri-Gautalandi. Hann var handtekinn í gær og húsleit gerð á heimili hans. Sænska ríkisútvarpið SVT segir að lögregla hafi lagt hald á fjölgmarga hluti en ekki kemur fram hvaða hlutir það voru. Grunur leikur á um að maðurinn hafi undirbúið verknað sem fellur undir skilgreiningu sænskra hegningarlaga um „almenna eyðileggingu“ í bænum Falköping í meira en ár. Sænska öryggislögreglan Säpo hafi unnið með leyniþjónustunni að rannsókn á ofbeldisfullum hægriöfgamönnum. Lögreglan vildi ekki svara því hvort að hún teldi sig hafa afstýrt einhvers konar árás með því að taka manninn fastan. Þá vildi hún ekki gefa skýr svör um hvort von gæti verið á frekari handtökum eða aðgerðum vegna rannsóknarinnar. Sá grunaði hefur áður hlotið refsidóm fyrir líkamsárás en hann var bundinn skilorði. Þá hafði umsókn hans um skotvopnaleyfi vegna veiða verið hafnað vegna tengsla hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna. Aftonbladet segir að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás þegar hann sló konu á mótmælum öfgasamtakanna í miðborg Gautaborgar í febrúar árið 2017. Konan, sem mótmælti nýnasistunum, er sögð hafa hrækt í andlitið á honum en hann brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Fylgjendur norrænu nýnasistasamtakanna hafa maðurinn er sagður tengjast hafa haft sig frammi á Íslandi á undanförnum árum, þar á meðal dreift áróðri í Háskóla Íslands. Svíþjóð Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Maðurinn er 25 ára gamall frá Vestri-Gautalandi. Hann var handtekinn í gær og húsleit gerð á heimili hans. Sænska ríkisútvarpið SVT segir að lögregla hafi lagt hald á fjölgmarga hluti en ekki kemur fram hvaða hlutir það voru. Grunur leikur á um að maðurinn hafi undirbúið verknað sem fellur undir skilgreiningu sænskra hegningarlaga um „almenna eyðileggingu“ í bænum Falköping í meira en ár. Sænska öryggislögreglan Säpo hafi unnið með leyniþjónustunni að rannsókn á ofbeldisfullum hægriöfgamönnum. Lögreglan vildi ekki svara því hvort að hún teldi sig hafa afstýrt einhvers konar árás með því að taka manninn fastan. Þá vildi hún ekki gefa skýr svör um hvort von gæti verið á frekari handtökum eða aðgerðum vegna rannsóknarinnar. Sá grunaði hefur áður hlotið refsidóm fyrir líkamsárás en hann var bundinn skilorði. Þá hafði umsókn hans um skotvopnaleyfi vegna veiða verið hafnað vegna tengsla hans við Norrænu mótstöðuhreyfinguna. Aftonbladet segir að maðurinn hafi verið dæmdur fyrir líkamsárás þegar hann sló konu á mótmælum öfgasamtakanna í miðborg Gautaborgar í febrúar árið 2017. Konan, sem mótmælti nýnasistunum, er sögð hafa hrækt í andlitið á honum en hann brugðist við með því að kýla hana í andlitið. Fylgjendur norrænu nýnasistasamtakanna hafa maðurinn er sagður tengjast hafa haft sig frammi á Íslandi á undanförnum árum, þar á meðal dreift áróðri í Háskóla Íslands.
Svíþjóð Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira