Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 09:00 Tónleikahátíðin var blásin af eftir atburði föstudagskvöldsins. AP Photo/Michael Wyke Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Tugir slösuðust á tónleikunum þar sem mikil troðningur var. Svo virðist sem of margir hafi verið staddir á svæðinu en fjöldi fólks hafði troðist þangað inn á föstudag. Mikill troðningur skapaðist á tónleikum rapparans Travis Scott, sem jafnframt stofnaði hátíðina, rétt eftir níu á föstudagskvöld. Svo virðist sem geðshræring hafi gripið um sig meðal tónleikagesta sem fóru að reyna að troða sér nær sviðinu og endaði það þannig að átta urðu undir og dóu. Lögreglan hefur jafnframt til rannsóknar hvort einhver í hópnum hafi verið að byrla fyrir fólki ólyfjan. Mikil ringulreið skapaðist meðal tónleikagesta eftir því sem fleiri slösuðust. Viðbragðsaðilar á vegum tónlistarhátíðarinnar höfðu varla undan en hlúa þurfti að minnst þrjú hundruð á staðnum. Manndráps- og fíkniefnadeild lögreglunar mun hafa málið til rannsóknar. Lögð verður áhersla á að finna orsök troðningsins og ástæðu þess hvers vegna fólki tókst ekki að komast undan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu þurftu þónokkrir tónleikagestir að fá lyf, sem vinnur gegn áhrifum of stórs skammts vímuefna. Þar á meðal er öryggisvörður og segir lögregla merki um á líkama hans að hann hafi verið stunginn með nál þetta föstudagskvöld. „Okkur hefur borist tilkynning frá öryggisverði um að hann hafi verið að teygja sig eftir tónleikagesti til að ná á honum taki en þá hafi hann fundið sting á hálsinum sínum.“ sagði Troy Finner, lögreglustjóri í Houston á blaðamannafundi í gær. Lögreglan í Houston hefur til rannsóknar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Travis Scott á Astroworld tónlistarhátíðinni.AP Photo/Michael Wyke „Þegar hann gekkst undir læknisskoðun missti hann meðvitund. Það tókst að koma honum aftur til meðvitundar og tók heilbrigðisstarfsfólk tók eftir fari á hálsi hans sem svipar til áverka eftir nál.“ Travis Scott sendi frá sér yfirlýsingu í gær á Twitter þar sem hann þakkaði lögreglunni í Houston, slökkviliðinu og tónleikasvæðinu fyrir snör viðbrögð og stuðning. pic.twitter.com/ijXKslw7E2— TRAVIS SCOTT (@trvisXX) November 6, 2021 „Ég er miður mín eftir atburði gærkvöldsins. Ég bið fyrir fjölskyldum og öllum þeim sem hlutu skaða af því sem gerðit á Astroworld tónlistarhátíðinni,“ skrifaði Scott. „Ég mun veita lögreglunni í Houston allan þann stuðning sem hún þarf á meðan á rannsókninni stendur. Ég er ákveðinn í því að vinna með samfélaginu í Houston að því að jafna sig á þessu og styðja fjölskyldur sem á þurfa að halda.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Átta dóu þegar þeir urðu undir í troðningi á tónlistarhátíð Travis Scott Minnst átta eru látnir og hundruðir eru slasaðir eftir opnunarkvöld Astroworld-tónlistarhátíðar rapparans Travis Scott í Houston í Bandaríkjunum, sem fór fram í gærkvöldi. 6. nóvember 2021 07:30