Heimsmeistararnir okkar búa hlið við hlið í sama húsinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 08:00 Matthildur Óskarsdóttir ætti að geta sótt sér góð ráð í næstu íbúð. S2 Sport Matthildur Óskarsdóttir varð heimsmeistari ungmenna í klassískri bekkpressu á dögunum en það vita ekki allir að hún er grænmetisæta og fyrrum drottning bekkpressunnar á Íslandi einmitt býr við hliðina á henni. Matthildur varð heimsmeistari í -84 kílóa flokki á dögunum og sýndi mikinn andlegan styrk eftir að hafa gert ógilt í fyrstu lyftu. Hún fór upp með 112,5 kíló í annarri tilraun og setti svo Íslandsmet í opnum flokki með því að lyfta 117,5 kílóum í þriðju tilraun og tryggja sér gullið. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Matthildi í gær og ræddi við hana um lífið hjá heimsmeistara. Af hverju endaði hún í kraftlyftingum? Slasaðist í fimleikum og snéri sér að kraftlyftingum „Ég byrjaði í fimleikum og var í fimleikum frá því ég var átta ára þar til að ég þurfti að hætta þegar ég var fjórtán ára. Ég slasaðist og gat ekki lengur hlaupið og hoppað. Þá var mamma að æfa hjá Ingimundi sem er núna þjálfarinn minn. Ég fór á æfingu með henni og svo var ekki aftur snúið,“ sagði Matthildur Óskarsdóttir. Klippa: Rikki G hitti heimsmeistarann í bekkpressu ungmenna En hvað tekur það langan tíma að byggja sig upp í það að geta orðið heimsmeistari í klassískri bekkpressu og vissi hún að hún myndi fara alla leið? „Það var aldrei stefnan að verða heimsmeistari. Ég var búin að lenda í öðru og þriðja sæti en heimsmeistaratitilinn var svolítið langt í burtu fannst mér. Á fyrsta mótinu sló ég einhver fjórtán Íslandsmet þannig að ég sá að ég væri alveg sterk og hafði einhverja framtíð fyrir mér í þessu. Það eru sjö ár síðan ég byrjaði þannig að þetta tekur svolítinn tíma,“ sagði Matthildur. Tíminn á milli æfinga mikilvægur Hún segir líka mikilvægt að hugsa um hvað þú gerir á milli æfinganna eins og að fara á æfingarnar sjálfar. „Ég æfi svona kannski tvo tíma á dag fjórum sinnum í viku en svo er það það sem maður gerir eftir æfingar, hvort maður sofi nóg, borði rétt og allt svona á móti. Æfingarnar eru kannski stysti tíminn,“ sagði Matthildur en hún sér ekki fyrir sér að verða atvinnumaður? „Það er ekki hægt að verða atvinnumaður í kraftlyftingum. Maður fær engan pening fyrir að vinna mót og ég þarf að fjárafla mínar ferðir sjálf. Svo er ég bara í námi og hef þetta svona með,“ sagði Matthildur. „Maður má ekki byrja að keppa í þessu sporti fyrr en maður er fjórtán ára og þá er maður í telpnaflokki fjórtán til átján ára og svo fer maður í ungmennaflokk átján til 24 ára. Næsta ár er seinasta árið mitt í ungmennaflokki og svo fer ég upp í opinn flokk fullorðna,“ sagði Matthildur. En þarf hún að borða einhvern sérstakan hitaeiningafjölda daglega? View this post on Instagram A post shared by Matthildur O skarsdO ttir (@matthilduroskarsdottir) Borðar ekki kjöt „Ég tel ekki ofan í mig. Ég borða þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er södd. Ég passa upp á það að fá nóg af próteini. Ég er grænmætisæta þannig að ég borða ekki kjöt. Ég fæ próteinið mitt úr baunum, avókadó, hnetum, tófu og öllu svona. Klassískur dagur hjá mér er að vakna átta, mæta í skólann, mæta á æfingu, læra og fara að sofa. Þetta er síðan endurtekið,“ sagði Matthildur brosandi. Matthildur var fljót að nefna fyrirmyndina sína sem hún umgengst síðan í dag. „Fanney Hauksdóttir sem var bekkpressudrottningin hér fyrr á árum var og er alltaf mín fyrirmynd. Það er gaman að segja frá því að við búum hlið við hlið. Það er því eitthvað í húsinu sem við búum í, einhver bekkpressukraftur. Ég myndi segja að hún væri mín helsta fyrirmynd í sportinu,“ sagði Matthildur. Fanney varð heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016 og Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjögur ár í röð frá 2014 til 2017. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Kraftlyftingar Tengdar fréttir „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01 Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: Haukar - ÍBV | Hver veitir fyrsta höggið? Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Sjá meira
Matthildur varð heimsmeistari í -84 kílóa flokki á dögunum og sýndi mikinn andlegan styrk eftir að hafa gert ógilt í fyrstu lyftu. Hún fór upp með 112,5 kíló í annarri tilraun og setti svo Íslandsmet í opnum flokki með því að lyfta 117,5 kílóum í þriðju tilraun og tryggja sér gullið. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Matthildi í gær og ræddi við hana um lífið hjá heimsmeistara. Af hverju endaði hún í kraftlyftingum? Slasaðist í fimleikum og snéri sér að kraftlyftingum „Ég byrjaði í fimleikum og var í fimleikum frá því ég var átta ára þar til að ég þurfti að hætta þegar ég var fjórtán ára. Ég slasaðist og gat ekki lengur hlaupið og hoppað. Þá var mamma að æfa hjá Ingimundi sem er núna þjálfarinn minn. Ég fór á æfingu með henni og svo var ekki aftur snúið,“ sagði Matthildur Óskarsdóttir. Klippa: Rikki G hitti heimsmeistarann í bekkpressu ungmenna En hvað tekur það langan tíma að byggja sig upp í það að geta orðið heimsmeistari í klassískri bekkpressu og vissi hún að hún myndi fara alla leið? „Það var aldrei stefnan að verða heimsmeistari. Ég var búin að lenda í öðru og þriðja sæti en heimsmeistaratitilinn var svolítið langt í burtu fannst mér. Á fyrsta mótinu sló ég einhver fjórtán Íslandsmet þannig að ég sá að ég væri alveg sterk og hafði einhverja framtíð fyrir mér í þessu. Það eru sjö ár síðan ég byrjaði þannig að þetta tekur svolítinn tíma,“ sagði Matthildur. Tíminn á milli æfinga mikilvægur Hún segir líka mikilvægt að hugsa um hvað þú gerir á milli æfinganna eins og að fara á æfingarnar sjálfar. „Ég æfi svona kannski tvo tíma á dag fjórum sinnum í viku en svo er það það sem maður gerir eftir æfingar, hvort maður sofi nóg, borði rétt og allt svona á móti. Æfingarnar eru kannski stysti tíminn,“ sagði Matthildur en hún sér ekki fyrir sér að verða atvinnumaður? „Það er ekki hægt að verða atvinnumaður í kraftlyftingum. Maður fær engan pening fyrir að vinna mót og ég þarf að fjárafla mínar ferðir sjálf. Svo er ég bara í námi og hef þetta svona með,“ sagði Matthildur. „Maður má ekki byrja að keppa í þessu sporti fyrr en maður er fjórtán ára og þá er maður í telpnaflokki fjórtán til átján ára og svo fer maður í ungmennaflokk átján til 24 ára. Næsta ár er seinasta árið mitt í ungmennaflokki og svo fer ég upp í opinn flokk fullorðna,“ sagði Matthildur. En þarf hún að borða einhvern sérstakan hitaeiningafjölda daglega? View this post on Instagram A post shared by Matthildur O skarsdO ttir (@matthilduroskarsdottir) Borðar ekki kjöt „Ég tel ekki ofan í mig. Ég borða þegar ég er svöng og hætti að borða þegar ég er södd. Ég passa upp á það að fá nóg af próteini. Ég er grænmætisæta þannig að ég borða ekki kjöt. Ég fæ próteinið mitt úr baunum, avókadó, hnetum, tófu og öllu svona. Klassískur dagur hjá mér er að vakna átta, mæta í skólann, mæta á æfingu, læra og fara að sofa. Þetta er síðan endurtekið,“ sagði Matthildur brosandi. Matthildur var fljót að nefna fyrirmyndina sína sem hún umgengst síðan í dag. „Fanney Hauksdóttir sem var bekkpressudrottningin hér fyrr á árum var og er alltaf mín fyrirmynd. Það er gaman að segja frá því að við búum hlið við hlið. Það er því eitthvað í húsinu sem við búum í, einhver bekkpressukraftur. Ég myndi segja að hún væri mín helsta fyrirmynd í sportinu,“ sagði Matthildur. Fanney varð heimsmeistari í bekkpressu án búnaðar árið 2016 og Evrópumeistari í klassískri bekkpressu fjögur ár í röð frá 2014 til 2017. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Kraftlyftingar Tengdar fréttir „Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01 Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Blóðug barátta um sæti í undanúrslitum Í beinni: Haukar - ÍBV | Hver veitir fyrsta höggið? Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: ÍR - Stjarnan | Oddaleikur eða sumarfrí Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Parham leiðir fyrir lokaumferðina Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Þetta var manndrápstilraun“ Sjá meira
„Súrrealískt að fatta svo að ég væri orðin heimsmeistari“ „Ég var alls ekki að hugsa um að verða heimsmeistari og fannst bara geggjað að geta náð silfrinu. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Matthildur Óskarsdóttir, nýkrýndur heimsmeistari í bekkpressu. 29. október 2021 12:01
Matthildur heimsmeistari unglinga Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. 29. október 2021 09:22