Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:52 Móðirin segir ólýsanlegt að gefa barni brjóst og tengja við það en þurfa síðan að láta það frá sér. Getty Hjón í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur höfðað mál á hendur tveimur fyrirtækjum sem aðstoðuðu þau við að eignast barn en þegar konan ól barnið kom í ljós að rangur fósturvísir hafði verið settur upp. Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá. Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira
Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum. Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir. Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna. „Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi. Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti. Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum. „Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum. BBC greindi frá.
Frjósemi Bandaríkin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Sjá meira