Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2021 14:03 Fanndís Friðriksdóttir gæti snúið aftur í landsliðið. vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira
Hópur kvennalandsliðsins fyrir síðustu leiki þess á þessu ári var tilkynntur í dag. Einn nýliði er í hópnum, Ída Marín Hermannsdóttir úr Val. Á blaðamannafundinum þar sem Þorsteinn fór yfir valið á landsliðshópnum var hann spurður út í Barbáru Sól Gísladóttur, leikmann Brøndby, sem hefur ekki verið valinn í landsliðið í haust. „Hún hefur verið aðeins frá en ég á von á því að hún spili um helgina. Ég ætlaði meira að segja að fara á leik hjá henni um síðustu helgi en þá var hún frá vegna höfuðhöggs,“ sagði Þorsteinn og nefndi svo nokkra aðra leikmenn sem hann fylgist vel með. „Það eru leikmenn sem maður hefur klárlega áhuga á að skoða. Ég get talið upp nokkra leikmenn sem hafa verið virkilega góðir að undanförnu. Barbára, Ásta Árna er kominn til baka eftir barnsburð, Fanndís Friðriks líka. Það er spurning hvort maður kíkir á þær ef þær halda áfram að banka á dyrnar. Svo getum við talað um Mist og Örnu Sif.“ Stór hópur góðra leikmanna Þorsteinn segir að hann hafi valið 33 leikmenn í landsliðið síðan hann tók við því fyrir ári og sú tala eigi væntanlega eftir að hækka. „Það er slatti af leikmönnum sem maður hefur ekki valið hingað til. Eins og ég hef sagt áður, við höfum úr stórum hópi góðra leikmanna að velja og það er samkeppni um þetta.“ Allir leikmennirnir sem Þorsteinn taldi upp hafa leikið landsleiki, mismarga þó. Fanndís Friðriksdóttir er sjöunda leikjahæst í sögu landsliðsins með 109 leiki. Í þeim hefur hún skorað sautján mörk. Barbára Sól hefur leikið tvo landsleiki, Ásta Eir Árnadóttir átta, Mist Edvarsdóttir þrettán og Arna Sif Ásgrímsdóttir tólf. Getur þrýst á sæti í landsliðshópnum Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í febrúar. Hún kom inn í lið Vals á miðju tímabili og lék tólf leiki í Pepsi Max-deildinni. Í þeim skoraði hún fjögur mörk og gaf sex stoðsendingar. „Að sjálfsögðu skoða ég alla góða leikmenn sem ég tel að geti nýst okkur,“ sagði Þorsteinn er hann var spurður út í Fanndísi á blaðamannafundinum í dag. „Ef Fanndís kemst í sitt besta form þrýstir hún vel á það að koma í hópinn.“ Þorsteinn þekkir Fanndísi vel en hún lék undir hans stjórn hjá Breiðabliki á árunum 2015-17. Tímabilið 2015 skoraði hún nítján mörk fyrir Blika, sem urðu Íslandsmeistarar, var markahæst í Pepsi-deildinni og valin besti leikmaður Íslandsmótsins.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Sjá meira