ÍR kærir og þjálfarinn lýsir dómurunum sem „landsbyggðarmönnum“ Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2021 13:31 Kristinn Björgúlfsson er þjálfari ÍR sem er í baráttu um að komast aftur upp í Olís-deild karla. vísir/Elín Björg ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ. „Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021 Handbolti ÍR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
„Í kjölfar leiksins hefur handknattleiksdeild ÍR ákveðið að kæra framkvæmd leiksins, vegna rangrar skýrslugerðar fyrir leik,“ segir í yfirlýsingu frá ÍR. „Lög handknattleikssambandsins eru skýr og telur ÍR það mikilvægt að fá botn í málið, til að tryggja að framkvæmd og umgjörð sé ávallt í lagi. Undirrituð leikskýrsla sem skilað hafði verið á ritaraborð má ekki breyta, né villa viljandi fyrir. Með þessum hætti geta félög villt fyrir andstæðingum sínum og blekkt þá með röngum upplýsingum,“ segir þar einnig. ÍR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um málið. Ragnar Heiðar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Harðar, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Harðarmenn hafi fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum og ekki fengið neinar frekari upplýsingar um efni kærunnar frá HSÍ. Ragnar segir að að mati Harðarmanna hafi verið rétt staðið að öllu varðandi framkvæmd leiksins og skýrslan legið fyrir áður en leikurinn hófst, í samræmi við reglur HSÍ. „Dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið“ Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, var vægast sagt óánægður með dómgæsluna í leiknum þegar handbolti.is ræddi við hann eftir leikinn í Austurbergi, sem lauk með 37-36 sigri Harðar. „Við töpuðum leiknum á eigin klúðri en dómgæslan er sú lélegasta sem ég hef fengið sem þjálfari meistaraflokksliðs ÍR karla og var hún oft léleg í fyrra. Hún var óboðleg og enn og aftur á það sér stað þótt eftirlitsmaður sé á leik. Til hvers eru eftirlitsmenn ef ekki á að fylgja reglunum?“ spurði Kristinn. Hann var afar ósáttur við fjölda brottrekstra í fyrri hálfleik: „Það virkaði á mig eins og dómararnir væru landsbyggðarmenn,“ sagði Kristinn við handbolti.is. Fordæma ummæli þjálfara ÍR „Okkur finnst það miður að þjálfari ÍR sé að ásaka bæði okkur, sem og starfsmenn leiksins, um að vera ekki heiðarlegir og hafa svindlað á skýrslunni,“ sagði Ragnar Heiðar, framkvæmdastjóri Harðar. „Einnig viljum við fordæma ummæli þjálfara ÍR sem kallar ágæta dómarana leiksins landsbyggðarmenn og ýjar að því að þeir hafi eitthvað óhreint í pokahorninu, einungis þar sem þeir koma utan að landi, rétt eins og Hörður. Eins og það geri menn eitthvað verri að vera utan að landi. Hörður hefur gert mistök við skýrslugerð og tapaði þeim leik gegn Vængjum Júpíters eftir að Vængir kærðu þrátt fyrir 10 marka tap. Haukar-U gerðu mistök við skýrslu í fyrra í leik gegn Herði sem Hörður tapaði. Hörður kærði ekki þá og HSÍ gerði ekkert enda vill félagið [Hörður] vinna leiki inni á vellinum en ekki á tæknilegum útfærslum. Hvort að það eigi að færa ÍR þessi stig vitum við ekki, þar sem við fáum ekkert í hendurnar frá HSÍ. Hlutirnir skila sér stundum seint og illa til okkar… landsbyggðarmannanna,“ sagði Ragnar. Hörður er eftir sigurinn með tíu stig, fullt hús stiga, eftir fimm umferðir en ÍR er í 2. sæti með átta stig. Uppfært kl. 15.04: Kristinn hefur sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem hann biðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum um dómarana: Eftir leik @IR_Handbolti Harðar um helgina þar sem við töpuðum var ég vel heitur og sagði orð um dómarana sem hvorki voru mér né handboltanum til sóma. Ég biðst innilegrar afsökunnar á ummælum mínum @HSI_Iceland @handboltiis @handboltinn @VisirSport— Kiddi Björgúlfss (@KiddiBje) November 15, 2021
Handbolti ÍR Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira