Myrtu ekki Malcolm X: Menn sem sátu í fangelsi í áratugi hreinsaðir af sök Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2021 22:09 Muhammad Aziz og Khalil Islam árið 1966. AP Tveir menn sem dæmdir voru árið 1966 fyrir að myrða Malcolm X verða hreinsaðir af sök á morgun. Muhammad A. Aziz, sem nú er 83 ára gamall, var sleppt úr fangelsi árið 1985 en Khalil Islam var sleppt tveimur árum seina en dó árið 2009. Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert. Bandaríkin Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira
Eftir 22 mánaða rannsókn saksóknarar og lögmanna í New York hefur komið í ljós að lögreglan í New York og Alríkislögregla Bandaríkjanna sat á upplýsingum sem hefðu líklega leitt til þess að mennirnir hefðu verið sýknaðir. Malcolm X var einn af helstu leiðtogum þeldökkra Bandaríkjamanna í réttindabaráttu þeirra á síðustu öld og var skotinn til bana í New York árið 1965. Þá hófu þrír menn skothríð í Audubon veislusalnum á Manhattan þegar Malcolm X var að fara að halda ræðu. Hann var 39 ára gamall. Malcolm X hafði orðið mjög frægur sem talsmaður samtakanna Nation of Islam, sem voru samtök svartra múslima. Í þeirri stöðu hvatti hann þeldökka Bandaríkjamenn til að beita öllum leiðum til að ná fram réttindum þeirra og kallaði hvítt fólk „bláeygða djöfla“. Malcolm X var 39 ára gamall þegar hann var myrtur.AP Um ári áður en hann var myrtur yfirgaf Malcolm X samtökin og breytti verulega um tón. Hann kallaði eftir samheldni og í kjölfarið álitu margir innan Nation Islam hann sem svikara. Þeir Aziz og Islam hétu á þessum tíma Norman 3X Butler og Thomas 15X Johnson. New York Times segir málið gegn þeim hafa verið gagnrýnisvert frá upphafi og á síðustu áratugum hafi ítrekað vaknað spurningar um sekt þeirra. Mujahid Abdul Halim, sem gekk einnig undir nafninu Thomas Hagan, var einnig dæmdur fyrir morðið á Malcolm X. Halim var sleppt á reynslulausn árið 2010. Héldu ávallt fram sakleysi AP fréttaveitan segir Aziz og Islam ávallt hafa haldið fram sakleysi sínu og að engin sönnunargögn hafi tengt þá beint við morðið. Þess í stað byggði málflutningurinn að mestu á vitnum sem sögðust annað hvort hafa séð Azis, Islam eða þá báða. Saksóknarar sögðu Islam, sem var áður bílstjóri Malcolm X, hafa verið með haglabyssu og Aziz og Halim hefðu fylgt honum eftir með skammbyssur. Halim var særður í salnum og handtekinn. Aziz var handtekinn fimm dögum seinna og Islam fimm dögum eftir það. Innan við viku síðar voru þeir þrír ákærðir fyrir morð. Halim játaði að hafa verið einn árásarmannanna en sagði við vitnaleiðslur að þeir Aziz og Islam væru saklausir. Hann bendlaði meira að segja aðra við morðið en engir voru handteknir eða yfirheyrðir. Saksóknarar fóru að skoða málið aftur samhliða birtingu nýrrar heimildarmyndar sem vakti athygli á máli mannanna á nýjan leik. NYT segir að í niðurstöðum rannsóknarinnar komi ekki fram hverjir séu taldir hafa myrt Malcolm X. Þá eru þeir sem hafa áður verið bendlaðir við málið dánir. Mörg vitni, rannsóknarlögreglumenn og lögmenn sem að málinu komu eru einnig dánir og þar að auki höfðu sönnunargögn tapast í gegnum árin og þar á meðal morðvopnin. Þrátt fyrir það fundust gögn í söfnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna sem bendluðu aðra menn við morð Malcolm X og voru Islam og Aziz í hag. Þar að auki kom í ljós að saksóknarar sögðu ekki frá því að leynilögregluþjónar hefðu verið í veislusalnum þetta kvöld og blaðamaður New York Daily News hafði fengið símtal um morguninn, þar sem honum var sagt að Malcolm X yrði myrtur. Lögreglan vissi af því símtali. Þá var rætt við vitni sem studdi frásögn Aziz um að hann hefði verið heima hjá sér þegar Malcolm X var myrtur. Vitnið sem mun heita J.M. var að vinna í mosku sem Aziz sótti og tók við símtali frá honum umrætt kvöld. Skömmu seinna hringdi vitnið svo heim til Aziz og svaraði hann símanum. Cyrus R. Vance Jr., saksóknari, segir í viðtali við NYT að réttarkerfið hafi brugðist þeim Aziz og Islam og fjölskyldum þeirra. Ekki væri hægt að bæta þann skaða sem þeir hefðu orðið fyrir en það sem hægt væri að gera yrði gert.
Bandaríkin Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Sjá meira