Telja ekki ástæðu til að fagna þakkargjörðarhátíðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2021 15:39 Frumbyggjar á bæn við minnisvarða um fórnarlömb fjöldamorðs á Wampanoag-frumbyggjum í Plymouth árið 2007. AP/Lisa Poole Bandarískir frumbyggjar ætla að minnast þakkargjörðarhátíðarinnar í dag með því að koma saman í bænum Plymouth í Massachusetts þar sem enskir landtökumenn tóku fyrst land. Þar ætla þeir að syrgja aldalanga kynþáttahyggju og ofbeldi sem þeir hafa mátt þola. Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada. Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Þakkargjörðarhátíðin er haldin í Bandaríkjunum í dag. Hún er rakin til uppskeruhátíðar sem fyrstu ensku nýlendubúarnir í Plymouth fögnuðu með Wampanoag-ættbálknum árið 1621. Evrópubúar áttu síðar eftir að leggja undir sig alla Norður-Ameríku og hafast afkomendur frumbyggja nú við á verndarsvæðum á víð og dreif um Bandaríkin. „Við frumbyggjaþjóðir höfum enga ástæðu til þess að fagna komu pílagrímanna,“ segir Kisha James sem kemur frá Aquinnah Wampaoag og Oglala Lakota ættbálkunum við AP-fréttastofuna. Hún segist vilja fræða fólk um að sögur um fyrstu þakkargjörðarhátíðina sem er kennd í skólum byggist á engu nema lygum. Wampanoag og aðrir frumbyggjar hafi sannarlega ekki lifað hamingjusamlega frá því að pílagrímarnir námu land. Þakkargjörðarhátíðin sé frumbyggjum sorgardagur þar sem þeir minnast milljóna forfeðra sinna sem evrópskir nýlendubúar sem birtust óboðnir myrtu. Viðburðurinn í Plymouth hefur verið árviss viðburður frá 1970. Frumbyggjarnir safnast saman við Plymouth-klett þar sem pílagrímarnir komu að landi. Þar ætla þeir að berja bumbur, biðja og fordæma kerfislæga kynþáttahyggju, kynjamisrétti, nýlendustefnu, andúð á samkynhneigðum og eyðileggingu jarðar í nafni hagnaðar. Í ár ætla þeir sérstaklega að minnast ungra frumbyggja sem voru vistaðir í heimavistarskólum á vegum alríkisstjórnarinnar þar sem reynt var að „aðlaga“ þá samfélagi hvítra manna, jafnt í Bandaríkjunum og í Kanada. Hundruð líka fundist nýlega við byggingu sem áður hýsti slíkan skóla í Kanada.
Bandaríkin Tengdar fréttir Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna. 12. október 2021 14:58