Þýska deildin er sú besta og sú mest krefjandi í handboltanum en þessi fyrrum íslenski landsliðsmaður er enn að. Hann er leikjahæsti íslenski handboltamaðurinn í sögu deildarinnar.
Alexander, sem nú spilar með MT Melsungen, náði þessu í leik á móti Stuttgart. Alexander er að spila sitt átjánda tímabil í röð í deildinni.
5 0 2
— Fabian Koch (@Fabian_Handball) November 25, 2021
According to his profile on the HBL-website and the statistics archive of @thw_handball Icelandic evergreen Alex Petersson of @mthandball played his 502th game in @liquimoly_hbl tonight. His 500th game was against @tvbstuttgart. #handball #iceland #handbolti @HSI_Iceland pic.twitter.com/di7soFECzz
Alexander lék sinn fyrsta leik í deildinni með HSG Düsseldorf tímabilið 2004 til 2005. Hann hafði þá leikið með Gróttu/KR á Íslandi í fimm ár og farið upp með Düsseldorf liðin tímaiblið á undan.
Alexander var því 24 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í deildinni. Nú er hann enn að orðin 41 árs gamall.
Þetta er fyrsta tímabil hans með Melsungen eftir að hafa skipt tímabilinu í fyrra á milli Rhein-Neckar Löwen og Flensburg-Handewitt.
Melsungen er sjötta félagið sem Alexander spilar með í þýsku Bundesligunni. Hann hefur spilað flesta leiki fyrir Rhein-Neckar Löwen eða 248 en hann á 88 leiki að baki fyrir Flensburg-Handewitt.
Eftir síðasta tímabil höfðu aðeins þrettán leikmenn náð að spila fimm hundruð leiki í deildinni þar af eru þrír af þeim enn að spila. Markverðirnir Johannes Bitter og Silvio Heinevetter en líka kollegi þeirra Carsten Lichtlein.
Lichtlein er 41 árs gamall eins og Alexander og á leikjametið sem var 674 leikir fyrir þetta tímabil. Tveir aðrir hafa náð að spila sex hundruð leikir en það eru Jan Holpert og Christian Schwarzer.
Schwarzer spilaði sex hundruð leiki á sínum ferli og er leikjahæsti útileikmaður sögunnar.