Skipuleggur sig út frá því sem skiptir mestu máli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:00 Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir hefur miklar kröfur og mjög skýra sýn þegar kemur að tónleikahaldi. Blaðamaður leit við á æfingu hjá henni í vikunni. Mummi Lú „Ég er virkilega spennt og hlakka mikið til, þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem á sunnudag heldur útgáfutónleika í Háskólabíói fyrir plötu sína Jól með Jóhönnu. „Ég er mjög slök og róleg. Þessi plata kom út í fyrra og það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að halda þessa tónleika þá en ég ákvað að gera það ekki. Staðan er ekkert svo ósvipuð núna en með þessum reglum þá getum við samt haldið tónleika,“ Tónleikarnir verða einnig sýndir í streymi og fagnar Jóhanna Guðrún því að enn fleiri geti nú fengið að njóta tónleikanna. „Sérstaklega fólk af landsbyggðinni og fólk sem sér sér ekki fært að koma, eins og fólk í áhættuhópum, fólk sem er veikt og eldra fólk í áhættuhópum sem treystir sér ekki. Það er auðvitað öðruvísi upplifun að horfa í streymi og að horfa í sal, ég skal alveg viðurkenna það. En þetta er samt betra en ekkert. Við erum líka búin að fá mikla æfingu í streymisviðburðum hér á landi svo þetta ætti að vera orðið ansi fínt.“ Jóhanna Guðrún á tónleikum á síðasta ári.Mummi Lú Ekkert panikk í gangi Tónleikarnir fara fram á fyrsta sunnudegi í aðventu og markar byrjunina á uppáhalds árstíma söngkonunnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna Guðrún syngur lögin af plötunni, sem kom út 2020. „Af því að platan kom út í fyrra þá er ég búin að syngja lögin aðeins til. Ég söng á ótal streymisviðburðum fyrir jólin í fyrra,“ útskýrir Jóhanna. „Þetta smellur allt mjög þægilega svo það er ekkert panikk í gangi. Enda er ég alltaf þeim megin þegar ég er að halda tónleika þá finnst mér númer eitt, tvö og þrjú að allir skemmti sér vel á sviðinu því þá skemmtir fólk sér í salnum. Þetta á að vera vel undirbúið og faglegt en þetta á líka að vera gaman. Fólk á að fara út með gleði í hjartanu.“ Mummi Lú Vinnur með draumateyminu Tónleikarnir verða í streymi fyrir þá sem vilja horfa heima í stofu. „Háskólabíó rýmir tæplega þúsund manns og þessu verður skipt í tvö sóttvarnarhólf ef ég skil þetta rétt og þetta á allt að vera eftir reglunum.“ Með Jóhönnu koma fram Alma Rut, Íris Lind Verudóttir og Kristján Gíslason í bakröddum, Valdimar Olgeirsson á bassa, Tómas Jónsson á hljómborð, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Benedikt Brynleifsson á trommur. Ingvar Alfreðsson sér um hljómsveitarstjórn og spilar á hljómborð en sérstakir gestir verða söngvararnir Eyþór Ingi og Sverrir Bergmann. „Þetta er draumateymið í rauninni. Þegar maður er búinn að vera eins lengi í þessum bransa og ég, þá er maður búinn að niðurnjörva mjög þröngan hóp af fólki sem maður treystir og er „up to standard.“ Ég er mjög kröfuhörð á allt fólk sem ég vinn með, hvort sem það eru ljósamenn, tæknimenn, hljóðmenn, spilarar, hár eða smink. Ég vel bara það besta.“ Tónleikar Jóhönnu Guðrúnar verða bæði opnir gestum og í streymi.Mummi Lú Elín Reynis mun farða söngkonuna fyrir tónleikana og Rakel María Hjaltadóttir sér um að greiða henni. „Þær eru bara uppskrift sem virkar alltaf. Það skiptir svo miklu máli að vera með fólk í kringum sig sem manni líður vel með. Sem skilur mann. Ég er yfirleitt þannig þegar ég ræð fagfólk, að þá vil ég bara treysta fagfólkinu. Ég vil ekki þurfa að segja þér hvað þú átt að gera.“ Flytur öll sín uppáhalds jólalög Blaðamaður leit við á æfingu hópsins og var virkilega skemmtileg stemning hjá þeim. Þetta er þéttur hópur fagfólks og augljóst að fólk hefur saknað þess að geta haldið saman stóra tónleika síðustu mánuði. Það er líka eitthvað við jólin. Jóhanna Guðrún segir að hún sé með draumateymi með sér á tónleikunum annað kvöld.Mummi Lú Jóhanna Guðrún byrjar snemma að hlusta á jólatónlist en breytir því hvernig jólalög hún spilar þegar styttist í hátíðisdagana sjálfa. Það eru þó tvö lög sem eiga sérstakan stað hjá henni um hátíðirnar. „Lög eins og Ó helga nótt og Ave María Sigvalda Kaldalóns. Maður verður alltaf hátíðlegri eftir því sem nær dregur jólum. Ég held líka alltaf Þorláksmessutónleika og þar verð ég með allt öðruvísi prógramm því það er svo ofboðslega nálægt jólum. Allur skalinn er svo skemmtilegur. Í nóvember hlusta ég alveg á jólatónlist en það er þá kannski léttari tónlist og svo verður þetta hátíðlegra og hátíðlegra eftir því sem dregur nær.“ Mummi Lú Tilkynnti dótturinni í gegnum símann Persónulíf söngkonunnar hefur verið mikið til umfjöllunar á þessu ári. Söngkonan skildi snemma á árinu og í síðasta mánuði var svo sagt frá því að hún væri komin í samband, með Ólafi Friðriki Ólafssyni sem var kærasti hennar þegar hún keppti í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2009. Eftir að tilkynnt var á Mbl á dögunum að Jóhanna Guðrún ætti von á sínu þriðja barni, fylgdu allir aðrir fjölmiðlar hér á landi hratt á eftir, Vísir þar með talinn. Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið mjög erfitt að sjá óvænt frétt í fjölmiðli um að hún ætti von á barni. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svolítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „privacy“. Þetta var samt alveg pínu áfall fyrir mig, að þetta skyldi vera tilkynnt án þess að einhver reyndi einu sinni að hafa samband við mig. Ég var ekki einu sinni búin að segja dóttur minni þetta.“ Mummi Lú „Ég þurfti að hringja í frístundaheimilið hjá dóttur minni og segja henni þetta í símanum af því að fólk var byrjað að blaðra um þetta út um allt. Þetta finnst mér ljótt. Ég skildi fréttirnar um mig og Óla, ég vissi að það kæmi fyrr eða síðar. En ég hef aldrei séð áður fjölmiðil gera þetta,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún segist hafa ætlað að bíða eftir 20 vikna sónarnum og fá að vita að allt væri í góðu áður en hún færi að segja börnum sínum fréttirnar um að það væri lítið systkini á leiðinni. „Líka bara af því að þau eru í nýjum aðstæðum, með nýjan stjúppabba og á nýju heimili. Maður er því kannski ekki að segja þetta nema maður viti að allt sé í lagi,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. „Ég varð leið. Ég er ekki mjög hörundsár en þetta fannst mér innrás inn í mitt einkalíf. Meira heldur en það sem maður á að þurfa að þola.“ Mummi Lú Komin yfir verstu ógleðina Hún segir að fólk ætti að fara varlega í að setjast í dómarasætið gagnvart öðrum, maður viti ekki alltaf alla söguna og á bak við þetta allt sé fólk með fjölskyldu og börn. „Ég er alveg nokkuð viss um að þessi blaðamaður sem setti þessa frétt inn, hún hefur pottþétt ekki gert sér grein fyrir því að ég á tvö börn. Ég á sex ára barn í skóla, þar sem fólk talar. Hún vissi ekki að ég væri ófrísk svo þetta gerði mig mjög reiða.“ Jóhanna Guðrún segist vera hamingjusöm og líða vel þessa dagana, komin yfir mestu ógleðina. „Mér líður mjög vel núna en ég verð alltaf mjög veik fyrstu þrjá til fjóra mánuðina.“ Fyrstu vikurnar á öllum meðgöngunum hefur Jóhanna Guðrún verið að kljást við mikla ógleði, höfuðverki, orkuleysi og svima. Meðgöngurnar hafa svo gengið vel eftir að þessu tímabili lýkur. „Þessir þrír, fjórir mánuðir í byrjun eru bara ógeðslegir fyrir mig.“ Hún stefnir á að syngja áfram á meðgöngunni eins og á fyrri tveimur, en ætlar þó að passa betur upp á sig. „Ég er að einblína á börnin mín núna og að sinna þeim vel og taka þessi flottu verkefni sem ég er að gera föstum tökum. Ég prjónaði alveg yfir mig á síðustu meðgöngu og ég hugsa að ég ætli ekki að gera það núna, ég fór alveg fram úr mér. Það er gaman að vita að maður getur þetta en ég á tvö börn fyrir núna, það er öðruvísi en að vera með eitt barn fyrir. Maður þarf aðeins að reyna að skipuleggja sig eftir því sem skiptir mestu máli og ég ætla náttúrulega að gera það.“ Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún reyna alltaf að toppa hvort annað á tónleikum. Mummi Lú Galakjólar og glimmer Það er nóg fleira fram undan hjá Jóhönnu Guðrúnu eftir útgáfutónleikana á sunnudag. „Það er brjálað að gera. Það er fegurðin í þessum árstíma, það er alltaf svo skemmtilegt að vera á hlaupum og fá jólin í æð á hverjum einasta degi. Að vinna með fólki sem manni þykir vænt um, þetta er nefnilega oftast nær sama fólkið. Þetta er líka félagslega mjög skemmtilegur tími. Ég man að þegar ég var að byrja í þessum geira að vera upptekin um jólin, að ég fór alltaf á smá blús í janúar því þá var svo rólegt. Af því að þetta er gaman,“ segir Jóhanna Guðrún og brosir breitt. „Þú færð ekkert allan ársins hring að vera í galakjólum með glimmerið. Þú mátt bara allt og það má allt vera svo stórt og flott. Tónleikar eru vel sóttir og miðasala er góð. Þetta er ótrúlega gaman.“ Þorláksmessutónleikar Jóhönnu Guðrúnar fara svo fram í Fríkirkjunni í Reykjavík þetta árið en síðustu ár hafa þeir verið í Vídalínskirkju þar sem hún var þá tónlistarstjóri ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. „Þeir tónleikar eru fastir liðir í jólunum hjá mér, það er bara þannig. Ég get ekki sleppt þeim. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík og ég hugsa að það verði ótrúlega fallegt.“ Mummi Lú Jóhanna Guðrún segist elska að syngja í þessari kirkju og segir hana skemmtilega til tónleikahalds, þar er flygill og nálægðin við miðbæinn er líka kostur á þessum degi. „Þeir sem ætla að fara á röltið eða útrétta geta gert það og komið svo á tónleikana.“ Miðbær Reykjavíkur er yfirleitt iðandi af lífi á Þorláksmessu og margir eru enn að versla síðustu jólagjafirnar. Nýtt jólalag væntanlegt Jóhanna Guðrún gaf út nýtt jólalag á dögunum, Ætla ekki að eyða þeim ein. Lagið mun hún væntanlega flytja um allt næstu vikurnar. „Þetta hefur fengið ótrúlega góð viðbrögð og mikla spilun. Mér finnst þetta hresst og skemmtilegt, pínulítið öðruvísi jólalag. Líka allt öðruvísi en ég hef gert og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Á næstu dögum kemur svo út annað jólalag frá henni. Lagið Ætla ekki að eyða þeim ein má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Óvænt techno-stjarna Jóhanna Guðrún var óvænt á toppi Íslenska listans á FM957 í síðustu viku ásamt DJ Muscleboy, sem margir þekkja bara sem Egil Einarsson. „Ég var mjög hissa,“ viðurkennir söngkonan. „Ég er náttúrulega mjög lítil techno-kona sjálf en Egill hringir í mig og ég segi alltaf „Æji Egill hvaða rugl er þetta,“ og tuða eitthvað en yfirleitt mæti samt alltaf með fýlusvip í stúdíóið og syng, því mér finnst strákarnir svo skemmtilegir. Svo gengur þetta einhvern veginn alltaf og alltaf hef ég rangt fyrir mér. Þetta var mjög óvænt ánægja.“ Jóhanna Guðrún hefur áður unnið með Agli að Þjóðhátíðarlögum FM95BLÖ. „Þetta er ekki mín týpa af tónlist en bræður mínir eru að segja mér að verða bara techno-stjarna. Þeir fíla þetta geðveikt,“ útskýrir söngkonan, sem er oftast að taka stórar ballöður á tónleikum. Jóhanna á strymistónleikunum Jólagestir Björgvins á síðasta ári.Mummi Lú „Eftir því sem ég eldist og er meira í þessu, þá sé ég að maður á ekkert að vera að fylgja einhverju boxi eða einhverjum reglum. Maður á bara að prófa alls konar og gera alls konar. Það hefur einhvern veginn þjónað mér best, að vera ekki að festa mig í einhverju boxi. Ég var nefnilega mjög upptekin af því þegar ég var yngri, að gera það sem ég hélt að fólk vildi að ég gerði. Svo kemur svo margt á óvart, eins og þetta.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sé nú algjörlega að fylgja hjartanu. „Maður er bara alltaf að læra.“ Tónlist Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Jól Helgarviðtal Tengdar fréttir DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Jól með Jóhönnu fara fram í streymi Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar, Jól með Jóhönnu, fara fram í streymi í ár, í beinni frá Háskólabíói 28. nóvember í samstarfi við NovaTV. 17. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30 Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Sjá meira
„Ég er mjög slök og róleg. Þessi plata kom út í fyrra og það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að halda þessa tónleika þá en ég ákvað að gera það ekki. Staðan er ekkert svo ósvipuð núna en með þessum reglum þá getum við samt haldið tónleika,“ Tónleikarnir verða einnig sýndir í streymi og fagnar Jóhanna Guðrún því að enn fleiri geti nú fengið að njóta tónleikanna. „Sérstaklega fólk af landsbyggðinni og fólk sem sér sér ekki fært að koma, eins og fólk í áhættuhópum, fólk sem er veikt og eldra fólk í áhættuhópum sem treystir sér ekki. Það er auðvitað öðruvísi upplifun að horfa í streymi og að horfa í sal, ég skal alveg viðurkenna það. En þetta er samt betra en ekkert. Við erum líka búin að fá mikla æfingu í streymisviðburðum hér á landi svo þetta ætti að vera orðið ansi fínt.“ Jóhanna Guðrún á tónleikum á síðasta ári.Mummi Lú Ekkert panikk í gangi Tónleikarnir fara fram á fyrsta sunnudegi í aðventu og markar byrjunina á uppáhalds árstíma söngkonunnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Jóhanna Guðrún syngur lögin af plötunni, sem kom út 2020. „Af því að platan kom út í fyrra þá er ég búin að syngja lögin aðeins til. Ég söng á ótal streymisviðburðum fyrir jólin í fyrra,“ útskýrir Jóhanna. „Þetta smellur allt mjög þægilega svo það er ekkert panikk í gangi. Enda er ég alltaf þeim megin þegar ég er að halda tónleika þá finnst mér númer eitt, tvö og þrjú að allir skemmti sér vel á sviðinu því þá skemmtir fólk sér í salnum. Þetta á að vera vel undirbúið og faglegt en þetta á líka að vera gaman. Fólk á að fara út með gleði í hjartanu.“ Mummi Lú Vinnur með draumateyminu Tónleikarnir verða í streymi fyrir þá sem vilja horfa heima í stofu. „Háskólabíó rýmir tæplega þúsund manns og þessu verður skipt í tvö sóttvarnarhólf ef ég skil þetta rétt og þetta á allt að vera eftir reglunum.“ Með Jóhönnu koma fram Alma Rut, Íris Lind Verudóttir og Kristján Gíslason í bakröddum, Valdimar Olgeirsson á bassa, Tómas Jónsson á hljómborð, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Benedikt Brynleifsson á trommur. Ingvar Alfreðsson sér um hljómsveitarstjórn og spilar á hljómborð en sérstakir gestir verða söngvararnir Eyþór Ingi og Sverrir Bergmann. „Þetta er draumateymið í rauninni. Þegar maður er búinn að vera eins lengi í þessum bransa og ég, þá er maður búinn að niðurnjörva mjög þröngan hóp af fólki sem maður treystir og er „up to standard.“ Ég er mjög kröfuhörð á allt fólk sem ég vinn með, hvort sem það eru ljósamenn, tæknimenn, hljóðmenn, spilarar, hár eða smink. Ég vel bara það besta.“ Tónleikar Jóhönnu Guðrúnar verða bæði opnir gestum og í streymi.Mummi Lú Elín Reynis mun farða söngkonuna fyrir tónleikana og Rakel María Hjaltadóttir sér um að greiða henni. „Þær eru bara uppskrift sem virkar alltaf. Það skiptir svo miklu máli að vera með fólk í kringum sig sem manni líður vel með. Sem skilur mann. Ég er yfirleitt þannig þegar ég ræð fagfólk, að þá vil ég bara treysta fagfólkinu. Ég vil ekki þurfa að segja þér hvað þú átt að gera.“ Flytur öll sín uppáhalds jólalög Blaðamaður leit við á æfingu hópsins og var virkilega skemmtileg stemning hjá þeim. Þetta er þéttur hópur fagfólks og augljóst að fólk hefur saknað þess að geta haldið saman stóra tónleika síðustu mánuði. Það er líka eitthvað við jólin. Jóhanna Guðrún segir að hún sé með draumateymi með sér á tónleikunum annað kvöld.Mummi Lú Jóhanna Guðrún byrjar snemma að hlusta á jólatónlist en breytir því hvernig jólalög hún spilar þegar styttist í hátíðisdagana sjálfa. Það eru þó tvö lög sem eiga sérstakan stað hjá henni um hátíðirnar. „Lög eins og Ó helga nótt og Ave María Sigvalda Kaldalóns. Maður verður alltaf hátíðlegri eftir því sem nær dregur jólum. Ég held líka alltaf Þorláksmessutónleika og þar verð ég með allt öðruvísi prógramm því það er svo ofboðslega nálægt jólum. Allur skalinn er svo skemmtilegur. Í nóvember hlusta ég alveg á jólatónlist en það er þá kannski léttari tónlist og svo verður þetta hátíðlegra og hátíðlegra eftir því sem dregur nær.“ Mummi Lú Tilkynnti dótturinni í gegnum símann Persónulíf söngkonunnar hefur verið mikið til umfjöllunar á þessu ári. Söngkonan skildi snemma á árinu og í síðasta mánuði var svo sagt frá því að hún væri komin í samband, með Ólafi Friðriki Ólafssyni sem var kærasti hennar þegar hún keppti í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2009. Eftir að tilkynnt var á Mbl á dögunum að Jóhanna Guðrún ætti von á sínu þriðja barni, fylgdu allir aðrir fjölmiðlar hér á landi hratt á eftir, Vísir þar með talinn. Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið mjög erfitt að sjá óvænt frétt í fjölmiðli um að hún ætti von á barni. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svolítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „privacy“. Þetta var samt alveg pínu áfall fyrir mig, að þetta skyldi vera tilkynnt án þess að einhver reyndi einu sinni að hafa samband við mig. Ég var ekki einu sinni búin að segja dóttur minni þetta.“ Mummi Lú „Ég þurfti að hringja í frístundaheimilið hjá dóttur minni og segja henni þetta í símanum af því að fólk var byrjað að blaðra um þetta út um allt. Þetta finnst mér ljótt. Ég skildi fréttirnar um mig og Óla, ég vissi að það kæmi fyrr eða síðar. En ég hef aldrei séð áður fjölmiðil gera þetta,“ segir Jóhanna Guðrún. Hún segist hafa ætlað að bíða eftir 20 vikna sónarnum og fá að vita að allt væri í góðu áður en hún færi að segja börnum sínum fréttirnar um að það væri lítið systkini á leiðinni. „Líka bara af því að þau eru í nýjum aðstæðum, með nýjan stjúppabba og á nýju heimili. Maður er því kannski ekki að segja þetta nema maður viti að allt sé í lagi,“ útskýrir Jóhanna Guðrún. „Ég varð leið. Ég er ekki mjög hörundsár en þetta fannst mér innrás inn í mitt einkalíf. Meira heldur en það sem maður á að þurfa að þola.“ Mummi Lú Komin yfir verstu ógleðina Hún segir að fólk ætti að fara varlega í að setjast í dómarasætið gagnvart öðrum, maður viti ekki alltaf alla söguna og á bak við þetta allt sé fólk með fjölskyldu og börn. „Ég er alveg nokkuð viss um að þessi blaðamaður sem setti þessa frétt inn, hún hefur pottþétt ekki gert sér grein fyrir því að ég á tvö börn. Ég á sex ára barn í skóla, þar sem fólk talar. Hún vissi ekki að ég væri ófrísk svo þetta gerði mig mjög reiða.“ Jóhanna Guðrún segist vera hamingjusöm og líða vel þessa dagana, komin yfir mestu ógleðina. „Mér líður mjög vel núna en ég verð alltaf mjög veik fyrstu þrjá til fjóra mánuðina.“ Fyrstu vikurnar á öllum meðgöngunum hefur Jóhanna Guðrún verið að kljást við mikla ógleði, höfuðverki, orkuleysi og svima. Meðgöngurnar hafa svo gengið vel eftir að þessu tímabili lýkur. „Þessir þrír, fjórir mánuðir í byrjun eru bara ógeðslegir fyrir mig.“ Hún stefnir á að syngja áfram á meðgöngunni eins og á fyrri tveimur, en ætlar þó að passa betur upp á sig. „Ég er að einblína á börnin mín núna og að sinna þeim vel og taka þessi flottu verkefni sem ég er að gera föstum tökum. Ég prjónaði alveg yfir mig á síðustu meðgöngu og ég hugsa að ég ætli ekki að gera það núna, ég fór alveg fram úr mér. Það er gaman að vita að maður getur þetta en ég á tvö börn fyrir núna, það er öðruvísi en að vera með eitt barn fyrir. Maður þarf aðeins að reyna að skipuleggja sig eftir því sem skiptir mestu máli og ég ætla náttúrulega að gera það.“ Eyþór Ingi og Jóhanna Guðrún reyna alltaf að toppa hvort annað á tónleikum. Mummi Lú Galakjólar og glimmer Það er nóg fleira fram undan hjá Jóhönnu Guðrúnu eftir útgáfutónleikana á sunnudag. „Það er brjálað að gera. Það er fegurðin í þessum árstíma, það er alltaf svo skemmtilegt að vera á hlaupum og fá jólin í æð á hverjum einasta degi. Að vinna með fólki sem manni þykir vænt um, þetta er nefnilega oftast nær sama fólkið. Þetta er líka félagslega mjög skemmtilegur tími. Ég man að þegar ég var að byrja í þessum geira að vera upptekin um jólin, að ég fór alltaf á smá blús í janúar því þá var svo rólegt. Af því að þetta er gaman,“ segir Jóhanna Guðrún og brosir breitt. „Þú færð ekkert allan ársins hring að vera í galakjólum með glimmerið. Þú mátt bara allt og það má allt vera svo stórt og flott. Tónleikar eru vel sóttir og miðasala er góð. Þetta er ótrúlega gaman.“ Þorláksmessutónleikar Jóhönnu Guðrúnar fara svo fram í Fríkirkjunni í Reykjavík þetta árið en síðustu ár hafa þeir verið í Vídalínskirkju þar sem hún var þá tónlistarstjóri ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum. „Þeir tónleikar eru fastir liðir í jólunum hjá mér, það er bara þannig. Ég get ekki sleppt þeim. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík og ég hugsa að það verði ótrúlega fallegt.“ Mummi Lú Jóhanna Guðrún segist elska að syngja í þessari kirkju og segir hana skemmtilega til tónleikahalds, þar er flygill og nálægðin við miðbæinn er líka kostur á þessum degi. „Þeir sem ætla að fara á röltið eða útrétta geta gert það og komið svo á tónleikana.“ Miðbær Reykjavíkur er yfirleitt iðandi af lífi á Þorláksmessu og margir eru enn að versla síðustu jólagjafirnar. Nýtt jólalag væntanlegt Jóhanna Guðrún gaf út nýtt jólalag á dögunum, Ætla ekki að eyða þeim ein. Lagið mun hún væntanlega flytja um allt næstu vikurnar. „Þetta hefur fengið ótrúlega góð viðbrögð og mikla spilun. Mér finnst þetta hresst og skemmtilegt, pínulítið öðruvísi jólalag. Líka allt öðruvísi en ég hef gert og það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.“ Á næstu dögum kemur svo út annað jólalag frá henni. Lagið Ætla ekki að eyða þeim ein má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Óvænt techno-stjarna Jóhanna Guðrún var óvænt á toppi Íslenska listans á FM957 í síðustu viku ásamt DJ Muscleboy, sem margir þekkja bara sem Egil Einarsson. „Ég var mjög hissa,“ viðurkennir söngkonan. „Ég er náttúrulega mjög lítil techno-kona sjálf en Egill hringir í mig og ég segi alltaf „Æji Egill hvaða rugl er þetta,“ og tuða eitthvað en yfirleitt mæti samt alltaf með fýlusvip í stúdíóið og syng, því mér finnst strákarnir svo skemmtilegir. Svo gengur þetta einhvern veginn alltaf og alltaf hef ég rangt fyrir mér. Þetta var mjög óvænt ánægja.“ Jóhanna Guðrún hefur áður unnið með Agli að Þjóðhátíðarlögum FM95BLÖ. „Þetta er ekki mín týpa af tónlist en bræður mínir eru að segja mér að verða bara techno-stjarna. Þeir fíla þetta geðveikt,“ útskýrir söngkonan, sem er oftast að taka stórar ballöður á tónleikum. Jóhanna á strymistónleikunum Jólagestir Björgvins á síðasta ári.Mummi Lú „Eftir því sem ég eldist og er meira í þessu, þá sé ég að maður á ekkert að vera að fylgja einhverju boxi eða einhverjum reglum. Maður á bara að prófa alls konar og gera alls konar. Það hefur einhvern veginn þjónað mér best, að vera ekki að festa mig í einhverju boxi. Ég var nefnilega mjög upptekin af því þegar ég var yngri, að gera það sem ég hélt að fólk vildi að ég gerði. Svo kemur svo margt á óvart, eins og þetta.“ Jóhanna Guðrún segir að hún sé nú algjörlega að fylgja hjartanu. „Maður er bara alltaf að læra.“
Tónlist Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Jól Helgarviðtal Tengdar fréttir DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32 Jól með Jóhönnu fara fram í streymi Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar, Jól með Jóhönnu, fara fram í streymi í ár, í beinni frá Háskólabíói 28. nóvember í samstarfi við NovaTV. 17. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30 Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Með óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar Fréttatía vikunnar: Fatastíll, verðhækkanir og flugvélar Sjá meira
DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins! 20. nóvember 2021 16:32
Jól með Jóhönnu fara fram í streymi Jólatónleikar Jóhönnu Guðrúnar, Jól með Jóhönnu, fara fram í streymi í ár, í beinni frá Háskólabíói 28. nóvember í samstarfi við NovaTV. 17. nóvember 2021 10:01
Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni. 5. nóvember 2021 14:30
Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. 5. nóvember 2021 10:03